fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Fundu líkamsleifar bakpokaferðalangs sem hafði verið saknað í fimm mánuði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 17:01

Erwan Ferrieux

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðasta mánuði fundust mannabein í sjónum undan austurströnd Ástralíu. Lögreglan segir að þau séu af Erwan Ferrieux, 21 árs Frakka, sem hafði verið saknað í fimm mánuði. Hann sást síðast með breska ferðamanninum Hugo Palmer, 20 ára, nærri Port Macquarie sem er vinsæll ferðamannastaður tæpa 400 km norðan við Sydney.

Lögreglan fann bílaleigubíl þeirra á bílastæði við ströndina og voru ýmsar eigur þeirra í bílnum og varð það til að fólk hafði miklar áhyggjur af velferð þeirra félaganna. Nokkur mannabein fundust í sjónum nærri ströndinn í síðasta mánuði og nú liggur niðurstaða rannsóknar á þeim sem sagt fyrir.

Samkvæmt frétt Sky þá sagði talsmaður lögreglunnar að DNA-rannsókn hafi leitt í ljós að hér væri um líkamsleifar Ferrieux að ræða. Fleiri bein fundust á sunnudaginn og eru þau nú til rannsóknar.

Ferrieux og Palmer komu til Ástralíu í nóvember á síðasta ári en landið er vinsæll áfangastaður ungra bakpokaferðalanga.

Lögreglan leitar einnig að 18 ára Belga, Theo Hayez, sem hefur ekki sést síðan í lok maí en þá sást til hans í Byron Bay sem er tæpa 800 km norðan við Sydney.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Í gær

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Í gær

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við