fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Kenna ferðaskrifstofu um að hákarlar urðu dóttur þeirra að bana

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 19:00

Jordan Lindsey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 26. júní síðastliðinn lést hin bandaríska Jordan Lindsey þegar hún varð fyrir árás hákarla þegar hún var í fríi á Bahamas eyjum með fjölskyldu sinni. Hún var að snorkla þegar þrír hákarlar réðust á hana. Þeir bitu hana í handleggi, fætur og rass. Hún var strax flutt á sjúkrahús en ekki tókst að bjarga lífi hennar.

Fjölskylda hennar hefur nú tjáð sig um málið opinberlega og kennir ferðaskrifstofunni Sandy Toes um dauða Jordan. Í yfirlýsingu frá fjölskyldunni segir að þegar hún bókaði ferðina hafi hún vænst þess að ferðaskrifstofan væri með viðbragðsáætlanir í gildi ef slys yrði.

Fjölskyldan er sérstaklega óánægð með að enginn leiðsögumaður eða starfsmaður ferðaskrifstofunnar var nærri þegar hákarlarnir réðust á Jordan. Segir fjölskyldan að móðir hennar hafi þurft að bjarga dóttur sinni í land. Þar biðu nokkrir starfsmenn ferðaskrifstofunnar eftir þeim en voru ekki með neinn skyndihjálparbúnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta