fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Skaut ísbjörn – Á eins árs fangelsi yfir höfði sér

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 19:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samhliða loftslagsbreytingunum og hlýnandi loftslagi leita sífellt fleiri ísbirnir inn í bæinn Kaktovik í norðurhluta Alaska í Bandaríkjunum. Chris Gordon, sem býr í bænum, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa skotið ísbjörn og drepið í bænum. Þetta er óheimilt samkvæmt bandarískum lögum og á Gordin allt að eins árs fangelsi yfir höfði sér og 100.000 dollara sekt.

Gordon skaut ísbjörninn fyrir utan húsið sitt og lét hræ hans liggja þar í fimm mánuði að sögn saksóknara sem segir að Gordon hafi einnig skilið hvalkjöt eftir fyrir utan hús sitt um langa hríð og hafi það laðað ísbirni að.

Gordon, sem er 35 ára, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fjölmiðla. Hann á að mæta fyrir dóm í Fairbanks í ágúst.

Samkvæmt bandarískum alríkislögum er heimilt að drepa ísbirni í sjálfsvörn en Gordon tilkynnti ekki um drápið eins og skylda er að gera. Þá mega þeir sem eru fæddir í Alaska drepa ísbirni til að viðhalda „lífsstíl“ sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður

Norður-Kórea er betur undirbúin undir stríð en nokkru sinni áður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum

Fundu bát sem var fullur af rotnandi líkum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum

Kynlífspartý, fíkniefni, Viagra og morð – Kaþólska kirkjan tengist vafasömum málum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug

Lögreglukonan sem réðst ein til atlögu gegn stungumanninum í Sydney – „Ég var bara að vinna mína vinnu“ – Nýjar upplýsingar um morðingjann vekja óhug