fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Foreldrar Miu héldu að hún væri bara klaufi – „Við brotnuðum algjörlega saman“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 07:00

Mia McEldowney. Mynd:https://givealittle.co.nz

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Mia, átta ára, byrjaði að koma heim blá og marin héldu foreldrar hennar í fyrstu að hún væri bara orðin „smávegis klaufi“. En eftir nokkrar vikur komust þau að hinni raunverulegu ástæðu fyrir þessu og var hún þeim mikið áfall.

Mia háir nú harða baráttu, baráttu lífs síns, fyrir að lifa lengur. News.com.au skýrir frá þessu. Fram kemur að fyrir tveimur mánuðum hafi vandamálin hafist hjá Mia McEldowney. Þetta sögðu foreldrar hennar, Ana og Chris McEldowney, í samtali við miðilinn.

Þau byrjuðu að taka eftir að hin orkumikla dóttir þeirra fór að koma heim úr skóla með marbletti og einnig fékk hún marbletti þegar hún var að leika sér við yngri systur sína.

„Við tókum eftir að hún rakst á hluti og datt oftar. Við héldum að þetta væri vegna almenns klaufaskapar eða einbeitingarskorts.“

Sagði Ana í samtali við New Zealand Herald.

Á næstu sex vikum batnaði ástandið ekki. Mia barðist þó áfram og hélt áfram að taka þátt keppnum í boltaíþróttum. Hún átti erfitt með að standa í fæturna á vellinum og datt systur hennar þá í hug hvort hún væri hugsanlega með eyrnasýkingu sem hefði áhrif á jafnvægi hennar.

Í lok júní fóru Ana og Chris með Miu til læknis. Tæpum sólarhring síðar fengu þau niðurstöðuna. Dóttir þeirra var enginn klaufi, hún var haldin banvænum sjúkdómi.

„Við áttum von á því að læknarnir á bráðamóttökunni segðu að það væri engin ástæða fyrir okkur að vera þar. Að það væri ekkert alvarlegt að henni og að við ættum bara að fara heim.“

Sagði Ana í samtali við New Zealand Herald.

En Mia greindist með ólæknanlegt heilaæxli. Um er að ræða sjaldgæfa tegund krabbameins sem leggt aðallega á börn.

Ana og Chris fengu að vita að það hefði engu skipt þótt þau hefðu komið fyrr með Miu til læknis, það hefði ekki verið hægt að bjarga lífi hennar. Æxlið hafi líklegast setið í heilanum síðan hún var kornabarn. Æxli sem þessi vaxa hægt og því er erfitt að finna þau fyrr en það er um seinan.

Læknar telja að Mia eigi aðeins níu mánuði eftir ólifaða ef ekkert verður að gert. Ef hún fer í geislameðferð til að minnka æxlið verður hugsanlega hægt að lengja líf hennar um tvö til fimm ár.

„Við vonumst til að það verði hægt að lengja líf hennar nægilega mikið til að á þeim tíma finnist lækning við þessu.“

Sagði Ana sem gengur með þriðja barn þeirra hjóna og á von á því í október.

Mia er nú í fyrstu geislameðferðinni af þrjátíu.

Frændi hennar hefur hrundið fjársöfnun af stað fyrir fjölskylduna sem á erfitt með að láta enda ná saman vegna fjarveru frá vinnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig