fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Glæpahópar hafa náð sterkum tökum á hollensku lögreglunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 19:14

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugum hollenskra lögreglumanna hefur verið vikið úr starfi eða sendir í leyfi vegna meints samstarfs þeirra við glæpamenn. Þetta kemur fram í leynilegri skýrslu um málið. Þar segir einnig að þetta gæti hugsanlega bara verið toppurinn á ísjakanum.

Dagblaðið Algemeen Dagblad hefur komist yfir umrædda leyniskýrslu en í henni er því slegið fast að skipulögð glæpasamtök hafi náð sterkum tökum á lögreglunni um allt land. Fram kemur að sannanir hafi fundist fyrir samstarfi 19 lögreglumanna, úr miðhluta landsins, við glæpamenn.

Blaðið segir að tugum lögreglumanna hafi verið vikið úr starfi eða sendir í leyfi. Í skýrslunni kemur fram að margt bendi til þess að spilling, misnotkun valds, brot á þagnarskyldu, misnotkun á tölvukerfum lögreglunnar og vanræksla á að sinna starfi sínu sé meðal þess sem spilltir lögreglumenn gerast sekir um.

Í Utrecht var háttsettum lögreglumanni vikið úr starfi vegna gruns um að hann hafi fengið greiðslur frá þekktum fíkniefnasala sem er ákærður fyrir mörg alvarleg afbrot. Réttarhöld í máli hans og 15 samstarfsmanna hans standa nú yfir. Þeir eru sakaðir um að hafa skipulagt og staðið fyrir mörgum morð í undirheimum Utrecht.

Í Amsterdam var 55 ára lögreglumaður handtekinn og vikið frá störfum í síðustu viku grunaður um að vera með fíkniefni í fórum sér, misnotkun á tölvukerfum lögreglunna og að skýra óviðkomandi frá leynilegum upplýsingum. Þetta er sjöunda málið af þessu tagi sem kemur upp hjá lögreglunni í Amsterdam síðan í maí á þessu ári.

Í skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að mörgum hafi verið vikið úr starfi eða sendir í leyfi sé það líklegast bara toppurinn á ísjakanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“