fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Ótrúleg ástarsaga – Voru gift í 71 ár og létust sama dag

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 22:00

Herbert og Marilyn. Mynd:Skjáskot af umfjöllun CNN.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1947 kynntust Marilyn Frances DeLaigle og Herbert De Laigle og var það ást við fyrstu sýn. Hún var 16 ára en hann 22 ára. Þau gengu í hjónaband ári síðar og lifðu saman í sátt og samlyndi alla tíð eftir það eða þar til síðasta föstudag þegar þau létust bæði. Það er því óhætt að segja að ástin hafi varað alla ævi hjá þeim.

Eins og fyrr sagði gengu þau í hjónaband 1948. Það varði þar til klukkan 02.20 aðfaranótt síðasta föstudags en þá lést Herbert. Nákvæmlega 12 klukkustundum síðar lést Marilyn. Þau bjuggu í Augusta í Georgíuríki í Bandaríkjunum. CNN skýrir frá þessu.

Saman upplifðu þau marga af stærstu viðburðum mannkynsögunnar á síðustu öld. Má þar nefna innreið sjónvarpsins, byggingu Berlínarmúrsins og fall hans. Ekki má gleyma tungllendingunni 1969 eða morðinu á John F. Kennedy.

Herbert og Marilyn. Mynd:Skjáskot af umfjöllun CNN.

Hjónin náðu að halda upp á 70 ára brúðkaupsafmæli sitt sem er nefnt platínubrúðkaup eða járnbrúðkaup. Þau eignuðust sex börn, 16 barnabörn, 25 barnabarnabörn og þrjú barnabarnabarnabörn.

Hjónin voru jarðsett á mánudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Í gær

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Í gær

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við