fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Stálu menningargersemum að verðmæti margra milljóna dollara

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum listaverkasali á Manhattan í New York er aðalpersónan í einu stærsta máli sögunnar hvað varðar þjófnað og smygl á menningarverðmætum. Rannsókn bandarískra yfirvalda hefur leitt í ljós að alþjóðlegur hópur smyglara, undir forystu listaverkasalans fyrrverandi Subhash Kapoor, hafi smyglað alþjóðlegum menningargersemum að verðmæti rúmlega 145 milljóna dollara á síðustu 30 árum.

New York Times skýrir frá þessu. Kapoor situr þessa dagana í fangelsi á Indlandi en þar hefur hann setið í átta ár og beðið réttarhalda vegna svipaðra mála. Eftir að honum var stungið í fangelsi á Indlandi 2011 sögðu bandarísk yfirvöld hann vera einn „afkastamesta listaverkasmyglara“ heims.

Allt fram til 2011 starfaði Kapoor við sölu listmuna í New York og var honum oft hrósað í listaheiminum fyrir ótrúlega lagni hans við að útvega ótrúleg listaverk og menningarverðmæti. Þá vöktu rausnarleg framlög hans til margra safna mikla athygli.

Hópur Kapoor lagði mikið á sig til að láta líta út fyrir að þjófnaðirnir og smyglið væri löglegt. Fyrst stálu þeir menningarverðmætum úr hofum sögulegum byggingum í ýmsum löndum. Þar á meðal Afganistan, Indlandi, Nepal, Pakistan, Taílandi og Kambódíu. Því næst var tekið til við að útbúa fölsk skjöl um uppruna munanna sem voru síðan seldir í mörgum af þekktustu galleríum heims.

Bandarísk yfirvöld hafa lagt hald á um 2.600 listaverk, að verðmæti 107 milljóna dollara, í ýmsum geymslurýmum í New York. En sögunni er ekki lokið því enn á eftir að hafa upp á 39 verðmætustu listaverkunum en verðmæti þeirra er um 36 milljónir dollara. Talið er að fjölskyldumeðlimir Kapoor viti hvar þau eru og leyni þeim fyrir yfirvöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?