fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Ástin á Tupac kostaði hann forstjórastarfið – Tupac-kökur, Tupac-dagar og Tupac-tölvupóstar

Jón Þór Stefánsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jerry Foxhoven, 66 ára forstjóri félagsþjónustu í Iowa-fylki í Bandaríkjunum, var rekinn úr starfi sínu í seinasta mánuði. Ástæðan fyrir því virðist vera svakaleg ást á rapparanum Tupac. Frá þessu greinir New York Post.

Jerry átti það gjarnan til að senda samstarfsfélögum sínum tölvupóst sem fjallaði um Tupac, en Jerry var mikill aðdáandi rapparans.

Tölvupóstar Jerrys höfðu verið í sendingu í tvö ár, en í þeim fjallaði hann meðal annars um lagatexta Tupac. Samkvæmt frétt New York Post eiga tölvupóstarnir að hafa getað orðið allt að 350 blaðsíður.

Tupac-æði Jerrys var þó ekki bara í tölvupóstinum en auk þeirra hélt hann upp á Tupac-föstudaga á skrifstofu sinni þar sem hann spilaði tónlist rapparans og svo bauð hann upp á Tupac-kökur á afmælinu sínu.

Viðbrögð samstarfsfélaga Jerrys voru mismunandi, sumir hrósuðu honum á meðan aðrir kvörtuðu til yfirvalda.

Seinasti tölvupóstur Jerrys fór á alla starfsmenn skrifstofu félagsþjónustu fylkisins en þar hvatti hann til þess að haldið yrði upp á afmæli Tupac. Í kjölfarið bað ríkisstjóri Iowa, Kim Reynolds, Jerry um að segja af sér.

Jerry Foxhaven segir þó að hann viti ekki hversvegna hann var látinn fara. Hann segist þó ekki halda að það hafi verið vegna Tupac-tölvupóstanna.

Tupac var einn áhrifamesti og vinsælasti rappari tíunda áratugs seinustu aldar. Hann var myrtur árið 1996. Enn þann dag í dag eru margar samsæriskenningar á lofti varðandi morðið á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju