fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Valdamesti maður Íran sakar Breta um sjórán og hótar hefndum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2019 06:00

Íranski byltingarvörðurinn hefur verið upp á kant við Sádi-Arabíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ali Khamenei, sem er æðsti prestur Íran og þar með valdamesti maður landsins, sagði í gær að Bretar megi vænta þess að Íranir hefni þess að Bretar hafa tekið íranskt olíuskip í sína vörslu í Miðjarðarhafi.

Breskir hermenn hertóku skipið þann 4. júlí undan ströndum Gíbraltar og þar er það enn. Grunur leikur á að skipið hafi verið notað til að flytja olíu til Sýrlands en það brýtur gegn viðskiptabanni ESB gegn landinu.

Í sjónvarpsávarpi í gær sagði Khamenei að Bretar væru „illmenni“ sem hafi gerst sekir um sjórán og hafi stolið írönsku skipi.

„Íslamska lýðveldið mun svara þessum illgjörnu aðgerðum.“

Hann sagði þó ekkert nánar um hvað Íranar hyggjast gera. Þeir hafa þvertekið fyrir að skipið hafi verið á leið til Sýrlands. Skipið, sem getur borið tvær milljónir olíutunna, er fulllestað að sögn yfirvalda á Gíbraltar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?