fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Bannið hefur haft þveröfug áhrif – Sífellt fleiri streyma til náttúruperlunnar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 17:30

Hér var múgur og margmenni. Mynd:ABC Alice Springs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðar á árinu verðu lokað fyrir aðgang fjallgöngufólks og annarra að Uluru, sem er einnig þekkt sem Ayers Rock, í Ástralíu. Þetta er gert til að vernda þennan sérstaka og heilaga stað fyrir tjóni sem ferðamenn valda.

Bannið tekur gildi þann 26. október en það er sett að undirlagi frumbyggja Ástralíu og óska um náttúruvernd. En bannið hefur nú þegar haft þveröfug áhrif að því að segja má því margir hafa greinilega sett sér það markmið að komast á topp Uluru áður en bannið tekur gildi og kletturinn verður girtur af. Segja má að sannkölluðu ferðamannainnrás hafi verið við klettinn að undanförnu. Svo mikill hefur fjöldi ferðamanna verið að samfélagið á svæðinu ræður ekki við fjöldann.

Ferðamenn hafa farið af þjóðveginum og ekið aðrar leiðir til að komast að klettinum en þær liggja í gegnum landsvæði frumbyggja eða eru lokuð fyrir umferð. Þá hafa ferðamenn skilið rusl eftir, kveikt bál og sumir ökumenn húsbíla hafa tæmt úr salernum þeirra nærri klettinum.

Uluru er fjarri stórum bæjum og borgum og því ekki margir staðir þar sem ferðamenn geta slegið upp tjöldum eða lagt húsbílum sínum yfir nótt. Öll tjaldsvæði á svæðinu eru fullbókuð næstu vikurnar og því taka margir það til bragðs að tjalda og leggja húsbílum utan tjaldsvæða.

Sjónvarpsstöðin ABC Alice Springs fékk senda mynd af fólki á göngu upp á topp Uluru og var nánast um röð að ræða eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Hér var múgur og margmenni. Mynd:ABC Alice Springs

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Í gær

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Í gær

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við