fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Bretar keyptu 22 herflugvélar en aðeins 2 eru flughæfar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 18:30

Airbus A400 M. Mynd:Thermaling Girl/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski flugherinn keypti fyrir nokkru 22 flutningaflugvélar af gerðinni Airbus A400 M. Mikill vandræðagangur hefur einkennt flest í kringum vélarnar eftir kaupinn en þær kostuðu sem svarar til um 500 milljarða íslenskra króna.

Eins og staðan er núna eru aðeins tvær af vélunum flughæfar. Mikil vandamál hafa verið með hreyfla þeirra og annan vélbúnað. Telegraph segir að þessi vandræðagangur hafi orðið til þess að Bretar tóku málið nýlega upp á NATO-fundi.

Nýlega ræddi Mark Francois, fyrrum varnarmálaráðherra, málið á þingi og sagði að stórfé hafi verið greitt fyrir flugvélar sem ekki væri hægt að treysta á, með lélega hreyfla og nánast ónýta gírkassa, þær titri mikinn og geti ekki flutt fallhlífahermenn.

Talsmaður hersins svaraði þessu og sagði að samningar væru að nást við Airbus og framleiðanda hreyflanna um lausn sem myndi ekki valda neinum aukakostnaði fyrir herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju