fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Breytt samsetning hælisleitenda í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 19:30

Sýrlenskir flóttamenn sofa á gólfi lestarstöðvar. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum árum hefur þeim farið fækkandi sem hafa leitað hælis í Evrópu en nú er þeim farið að fjölga á nýjan leik. Um leið hefur samsetning hælisleitenda breyst því stöðugt fleiri frá Suður- og Mið-Ameríku leita nú hælis. Fólkið er á flótta undan ofbeldisverkum glæpagengja, efnahagslegu öngþveiti og pólitískum óstöðugleika og kúgun.

Nær daglega eru fluttar fréttir af miklum straumi fólks frá ýmsum Ameríkuríkjum til Bandaríkjanna en á síðustu mánuðum hefur bandaríska landamæralögreglan handtekið rúmlega 100.000 manns, sem reyndu að komast ólöglega yfir landamærin, í hverjum mánuði.

En ferðin til Bandaríkjanna er lífshættuleg og hörð stefna Donald Trump varðandi landamæri landsins hafa valdið því að sífellt fleiri fara hættulegar leiðir til að komast til Bandaríkjanna. Þetta verður mörgum að bana.

Nú er áhugi fólks farinn að beinast í auknum mæli að Evrópu. Á fyrstu fimm mánuðum ársins jókst fjöldi hælisleitenda frá Venesúela, Kólumbíu, El Salvador og Hondúras töluvert. 18.500 Venesúelamenn hafa sótt um hæli í Evrópu það sem af er ári segir Evrópska hælisumsóknarstofnunin. Þetta eru tvöfalt fleiri en á sama tíma á síðasta ári. Þetta setur Venesúela í þriðja sæti yfir þau lönd hvaðan flestir hælisleitendur koma. Sýrland og Afganistan eru í tveimur efstu sætunum.

Frá Kólumbíu hafa 11.000 manns komið og sótt um hæli í Evrópu á árinu.

The Guardian segir að margir innflytjendur telji það vænlegri leið að fljúga til Evrópu og sækja um hæli þar en að greiða smyglurum fyrir að koma þeim til Bandaríkjanna. Flestir sækja um hæli á Spáni en það er allt annað en auðvelt fyrir fólkið að fá hæli. Spænsk yfirvöld veita þeim sjaldan hæli sem eru að flýja efnahagsleg vandræði eða ofbeldi glæpagengja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum
Pressan
Í gær

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna
Pressan
Í gær

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt