fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Hjartnæmt bréf frá móður til dóttur – Þetta ættu allir að lesa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef fólk er svo lánsamt að eiga börn og barnabörn getur það vonandi hlakkað til efri áranna og ánægjulegra samvista með börnunum. Hér fyrir neðan er lausleg þýðing á bréfi sem eldri kona skrifaði dóttur sinni. Innihald þess á erindi við flesta hvort sem hér um sanna sögu að ræða eða skáldskap.

Bréfið fjallar um að móðirin vill undirbúa dóttur sína undir það sem hún á von á þegar heitt elskuð móðir hennar verður gömul.

„Kæra dóttir mín,

Daginn sem þú tekur eftir að ég er að verða gömul vil ég biðja þig um að vera þolinmóð en helst af öllu vil ég að þú reynir að skilja hvað ég geng í gegnum. Ef ég endurtek sama hlutinn þúsund sinnum skaltu ekki trufla mig og segja: „Þú sagði nákvæmlega það sama fyrir einni mínútu síðan“. Hlustaðu bara, vertu svo góð. Reyndu að muna þau skipti, þegar þú varst barn, og ég las sömu söguna fyrir þig kvöld eftir kvöld þar til þú sofnaðir.

Þegar ég vil ekki fara í bað, ekki vera reið og skamma mig. Manstu öll þau skipti sem ég þurfti að hlaupa á eftir þér og finna afsakanir fyrir að neyða þig í bað þegar þú varst lítil stúlka?

Þegar þú sérð erfiða baráttu mína við að nota tölvur og farsíma og fleira, gefðu mér þá tíma til að reyna að skilja og ekki horfa svona á mig . . . mundu ástin mín hversu þolinmóð ég var þegar ég kenndi þér að gera ýmislegt, til dæmis borðsiði, að klæða þig, greiða þér og glíma við daglegar áskoranir. Þegar sá dagur rennur upp að þú sérð að ég er að verða gömul bið ég þig um að vera þolinmóð en mest af öllu bið ég þig um að reyna að skilja hvað ég geng í gegnum.

Ef ég tapa þræðinum reglulega þegar við tölum saman gefðu mér þá smá tíma til að komast aftur að efninu. Ef ég get það ekki, ekki verða stressuð, óþolinmóð eða hrokafull. Þú þarft bara að vita í hjarta þínu að það mikilvægasta fyrir mig er að vera með þér.

Þegar gömlu þreyttu fæturnir mína geta ekki lengur komið mér jafn hratt yfir og áður, hjálpaðu mér þá eins og ég hjálpaði þér þegar þú lærðir að ganga.

Ekki vera leið þegar þessir dagar koma, þú þarft bara að vera með mér og skilja mig með ást þinni þegar ég nálgast endalok lífsins. Ég kann að meta og þakka þér fyrir allan þann tíma og gleði sem við höfum átt saman. Með stóru brosi og allri þeirri ást sem ég hef fundið fyrir í þinn garð, vil ég bara segja að ég elska þig fallega dóttir mín.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju