fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Myndband sýnir Trump skemmta sér með dæmdum kynferðisafbrotamanni: „Sjáðu hana, þarna fyrir aftan… Þessi er heit“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 11:35

Epstein þekkti meðal annars Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbandið sýnir tvo auðuga menn hlæjandi og bendandi á ungar konur sem eru að dansa og skemmta sér.

Í dag er einn þessara manna forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. Hinn maðurinn gistir í fangageymslu þessa dagana þar sem hann er ákærður fyrir mansal.

Þetta myndband er síðan í nóvember árið 1992 og fannst í geymslu NBC sjónvarpsstöðvarinnar. Í myndbandinu má sjá Donald Trump skemmta sér ásamt Jeffrey Epstein um áratug áður en Epstein játaði sig sekan um vændiskaup.

Í gegnum árin hefur Epstein verið tengdur við fræga menn eins og Bill Clinton, Kevin Spacey og Chris Tucker. Epstein á að hafa flogið Tucker og Spacey til Afríku á einkaflugvélinni sinni og sagt að það væri í tengslum við góðgerðarmál.

Á sama tíma flaug Bill Clinton oftar en einu sinni í þessari sömu vél til einkaeyju sem var í eigu Epstein. Seinna meir var því haldið fram í réttarsal að Epstein hafi skipulagt orgíur á þessari sömu eyju.

Á einum tímapunkti í myndbandinu má sjá Trump grípa í konu og draga hana nær sér þar sem hann slær á afturendann á henni. 

Forsetinn heldur því fram að hann hafi ekki talað við Epstein síðan hann játaði brot sín og að samband þeirra hefði ekki verið náið. 

„Ég þekkti hann eins og allir á svæðinu gerðu, ég var ekki aðdáandi.“

Í myndbandinu má þó sjá Trump gefa Epstein vænan skammt af persónulegri athygli.

Myndbandið var tekið upp í tengslum við þáttinn „A Closer Look“ þar sem átti að sýna lífstílinn hjá Trump sem þá var nýskilinn við konu sína, Ivana Marie Trump.

Forsetinn var umkringdur klappstýrum sem voru í bænum fyrir leik Buffalo Bills gegn Miami Dolphins. Konurnar fóru fögrum orðum um Trump og sögðu hann hressan gestgjafa.

Á meðan tónlistin ómar í bakgrunninum sést Trump heilsa Epstein ásamt tveimur gestum. 

„Gakktu í bæinn… Farðu inn“ segir Trump.

Það er erfitt að greina það sem fer á milli þeirra en Trump sést benda á konu og talar síðan við Epstein.

„Sjáðu hana, þarna fyrir aftan… Þessi er heit“

Epstein kinkar kolli og brosir. Næst sést Trump segja eitthvað við Epstein sem verður til þess að Epstein fer að skellihlæja.

Þrátt fyrir þetta segir forsetinn í dag að honum hafi aldrei líkað við Epstein.

Stjórnmálaskýrandinn Brian J. Karem deildi myndbandi á Twitter þar sem hann spyr Trump út í samband sitt við Jeff Epstein. Trump svarar ekki heldur bendir á himininn, segir að hann sé að fara að rigna og gengur síðan í burtu.

Sjáðu myndbandið frá NBC hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Í gær

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Í gær

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við