fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Óttast að of seint sé að grípa til aðgerða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 21:30

Thwaitesjökullinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við nálgumst óðfluga þann tímapunkt á Suðurskautinu að of seint verður að snúa þeirri þróun við sem á sér stað þar núna varðandi bráðnun jökla. Einn stærsti jökull heimsálfunnar, Thwaites-jökullinn, bráðnar nú hratt og allt stefnir í að bráðnunin muni verða enn hraðari á næstunni. Jökullinn er engin smásmíði því hann er á stærð við England.

Samkvæmt frétt The Guardian óttast vísindamenn að jafnvel þótt það takist að stöðva hnattræna hlýnun núna sé það of seint og ekki verði hægt að koma í veg fyrir að jökullinn bráðni. Þetta er byggt á niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem bandaríska geimferðastofnunin NASA studdi við bakið á.

Ástand jökulsins er sagt vera orðið svo óstöðugt að líklega verði ekki hægt að stöðva bráðnun hans. Það vatn, sem losnar um við bráðnun hans, mun hækka yfirborð sjávar um allt að hálfan metra. En þessi jökull er ekki sá eini sem verður fyrir áhrifum af loftslagsbreytingunum því sömu örlög bíða annarra jökla á Suðurskautinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju