fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

„Sharíalög eru stjórnarskrá okkar. Íslam kemur til Noregs hvort sem manni líkar það betur eða verr“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 06:00

Mulla Krekar. Mynd:no.wikipedia.org

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslamistinn Mulla Krekar var færður fyrir dómara í Osló í gær þar sem hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna yfirvofandi framsalskröfu frá Ítalíu. Krekar var nýlega dæmdur í 12 ára fangelsi þar fyrir hryðjuverkastarfsemi. Krekar hefur verið Norðmönnum þyrnir í augum árum saman og segja sumir að það hafi ekki verið mikill ávinningur fyrir Norðmenn að fá hann til landsins því eintóm vandræði hafi fylgt honum nær alla tíð.

Leyniþjónusta lögreglunnar handtók Krekar á mánudaginn vegna dómsins á Ítalíu en ítölsk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur honum í kjölfar uppkvaðningar dómsins. Ítölsk stjórnvöld upplýstu síðan í gær að þau muni óska eftir að Krekar verði framseldur til Ítalíu.

Norska ríkisútvarpið segir að Krekar, sem er 63 ára, hafi sagt fyrir dóm í gær að þetta væri í 63. sinn sem hann kæmi fyrir rétt í lýðræðisríkinu Noregi. Ítalir segi hann vera hryðjuverkasamtök en það sé hann ekki og tilheyri engum slíkum samtökum. Hann sagði málatilbúnaðinn á Ítalíu vera uppspuna frá rótum og dómurinn pólitískur en dómur féll að Krekar fjarstöddum.

Krekar hefur verið vísað frá Noregi þar sem hann er talinn ógna öryggi ríkisins en ekki hefur verið hægt að koma honum úr landi þar sem ekki þykir óhætt að senda hann til heimalands hans, Íraks, því þar eigi hann á hættu að sæta pyntingum og jafnvel vera tekinn af lífi.

Fyrir dómi í gær sagði Krekar að Íslam væri ekki eins og önnur trúarbrögð.

„Við erum líka með pólitíska stefnu. Sharíalög eru stjórnarskrá okkar. Ég held að Íslam komi til Noregs hvort sem manni líkar það betur eða verr.“

Hæstiréttur Noregs hefur úrskurðað að það megi framselja Krekar en hann er ekki norskur ríkisborgari.

Hver er Mulla Krekar?

Hann er 63 ára Kúrdi frá Norður-Írak. Hann heitir í raun Najmuddin Faraj Ahmad og er fæddur þann 7. júlí 1956. Hann kom til Noregs sem kvótaflóttamaður 1991.

Allt fram til 2002 var hann leiðtogi uppreisnarhópsins Ansar al-Islam í Norður-Írak. Hann var handtekinn í Noregi 2003 grunaður um hryðjverkastarfsemi í Írak. Málið var síðar fellt niður en Krekar var vísað úr landi fyrir fullt og allt þar sem hann þótti ógna öryggi ríkisins. Ekki hefur verið unnt að senda hann úr landi vegna hættu á að hann verði pyntaður og jafnvel tekinn af lífi í Írak.

Hann hefur hlotið fjölda dóma fyrir hótanir.

Í nóvember 2015 var hann handtekinn að beiðni ítölsku lögreglunnar sem segir hann vera leiðtoga hryðjverkahópsins Rawti Shax. Á mánudaginn féll síðan dómur vegna málsins á Ítalíu og var Krekar dæmdur í 12 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Í gær

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn

Tímamótaáfangi í baráttunni við ebólu – Geta nú læknað sjúkdóminn
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Í gær

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan

Hrottaleg nauðgun skíðakennara – Rotaði vin hennar og hló á meðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við