fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Spáð djúpri efnahagskreppu ef Bretland gengur út án samnings

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 10:29

Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska fjármálaráðið – Office for Budged Responsibility (OBR) – spáir mjög dökkum horfum í bresku efnahagslífi ef Bretar ganga úr ESB án samnings. Spáir stofnunin að verg þjóðarframleiðsla dragist saman um 2% fyrir lok árs 2020, atvinnuleysi aukist og laun lækki. Viðvaranir í þessa átt hafa verið uppi allt frá því að Bretar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB sumarið 2016. Farið er yfir dökkar tölur í skýrslu ráðsins á vefnum Metro og víðar.

Theresa May forsætisráðhera var í tvígang gerð afturreka með samninga við ESB um útgöngu, sem voru kolfelldir í þinginu. Af þeim sökum hefur hún sagt af sér formennsku í breska íhaldsflokknum og lætur ef embætti forsætisráðherra um leið og eftirmaður hennar er fundinn. Formannskosningar í íhaldsflokknum eru framundan og eru yfirgnæfandi líkur á því að Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri London, verði formaður og þar með forsætisráðherra. Hann hefur gefið í skyn að hann vilji hóta ESB samningslausri útgöngu til að fá betri samning.

Breska pundið hefur fallið mjög undanfarna daga í skugga óvissunnar um Brexit og hefur ekki verið lægra síðan í september 2017. Sjá hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí

Varpa fram athyglisverðri kenningu um hamfararigninguna í Dúbaí
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“

6 ára stúlka bjargaði fjölskyldunni frá bruna – „Vaknaðu mamma“