fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Sviku 9 milljónir út úr aldraðri konu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn, 19 og 20 ára, voru handteknir í Herlev í Danmörku í síðustu viku grunaðir um að hafa svikið sem svarar til 9 milljóna íslenskra króna út úr aldraðri konu. Mennirnir þóttust vera lögreglumenn og fengu þannig konuna til að veita þeim upplýsingar um bankareikning hennar.

Þeir sögðu konunni að einhver hefði reynt að hakka sig inn á bankareikning hennar og þyrftu þeir að fá upplýsingar um reikning hennar til að geta hjálpað henni. En þess í stað tæmdu þeir reikninginn hennar.

Talið er að svindlið hafi staðið yfir í nokkrar vikur. Mennirnir létu sér ekki nægja að hringja í konuna, eins og oft er gert í svikum sem þessum, því þeir heimsóttu hana.

Málið var kært til lögreglu á mánudegi og eftir mikla rannsóknarvinnu tókst lögreglunni að bera kennsl á þá grunuðu og handtaka þá síðdegis á þriðjudaginn. Þeir voru í framhaldinu úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju