fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Fundu 50 ára gamalt flöskuskeyti

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 20:30

Flöskuskeytið góða. Mynd:Skjáskot/ABC-Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 17. nóvember 1969 henti Paul Gilmore, 13 ára, flöskuskeyti fyrir borð þegar hann var á siglingu ásamt fjölskyldu sinni á leið til Ástralíu en þangað var fjölskyldan að flytja. Í síðustu viku fundu Paul Elliot og níu ára sonur hans, Jyah, flöskuskeytið á strönd í Suður-Ástralíu.

Carle Elliott, móðir Jyah og eiginkona Paul, birti færslu um þetta á Facebook í þeirri von að henni tækist að hafa uppi á Gilmore segir í frétt ABC.

Systir Gilmore, Annie Crossland, fannst fljótlega og gat upplýst að Gilmore er þessa dagana á siglingu í Eystrasalti. Hún sagði ótrúlegt að flöskuskeytið skuli hafa fundist.

Í skilaboðunum í skeytinu segir Gilmore að hann sé um borð í skipi sem heiti Fairstar en það flutti fjölda breskra innflytjenda til Ástralíu. Hann hvatti jafnframt finnandann til að senda sér línu og gaf upp heimilisfang sitt í Victoria. Fairstar var um 1.000 mílur frá Fremantle í vesturhluta Ástralíu þegar hann kastaði flöskuskeytinu fyrir borð.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB

Matvælaskortur gæti orðið í Bretlandi við útgönguna úr ESB
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“

„Fólk frá múslimaríkjum á ekki að fá danskan ríkisborgararétt“
Pressan
Í gær

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju

Svik á netinu kostuðu hana 23 ára fangelsi: Ungi draumaprinsinn hafði ekkert gott í hyggju
Pressan
Í gær

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?

Leigusali í vondum málum – Sérðu hvers vegna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju