fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Lést þegar hann bjargaði börnum sínum úr sjávarháska

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. júlí 2019 19:00

Dawn og Johnny Lee Vann Jr. Mynd:GoFundMe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sunnudaginn lést Johnny Lee Vann Jr., 35 ára, þegar hann bjargaði báðum börnum sínum úr sjávarháska á ströndinni við Wrightsville í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum. Fjölskyldan hafði farið á ströndina eftir að hafa sótt messu. Stór alda hreif börn hans með niður af bryggju við ströndina.

ABC News skýrir frá þessu. Johnny sá hvað gerðist og hljóp strax til aðstoðar.

„Hann fór úr skyrtunni og hljóp á fullri ferð þarna út. Hann gerði það sem sérhver faðir myndi gera við aðstæður sem þessar.“

Sagði eiginkona hans, Dawn, í samtali við WRAL sjónvarpsstöðina.

Johnny tókst að bjarga öðru barninu úr sjónum án vandræða en þegar hann fór út í til að bjarga hinu barninu lenti hann í vandræðum. Talsmaður lögreglunnar sagði að Johnny og barnið hafi farið á kaf í um 30 sekúndur áður en þeim var bjargað. Endurlífgunartilraunir á Johnny báru ekki árangur en börnin lifðu bæði af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Þingmaður segir að nauðganir og sifjaspell hafi ýtt undir fólksfjölgun

Þingmaður segir að nauðganir og sifjaspell hafi ýtt undir fólksfjölgun
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu
Pressan
Í gær

Emil keypti 125 ára gamla kommóðu á flóamarkaði – Heyrði síðan skrýtið hljóð frá henni

Emil keypti 125 ára gamla kommóðu á flóamarkaði – Heyrði síðan skrýtið hljóð frá henni
Pressan
Í gær

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lifði af fall úr 1.500 metra hæð

Lifði af fall úr 1.500 metra hæð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri