fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Trump hefur alltaf verið rasisti: „Af hverju viljum við að allt þetta fólk frá skítabælum komi hingað?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 20. júlí 2019 16:00

Baráttan um framtíð flokksins er hafin enda dagar Trump í Hvíta húsinu brátt taldir. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti komst enn og aftur í sviðsljósið um síðustu helgi þegar hann lét þau ummæli falla að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu „að fara heim“. Trump hefur verið sakaður um kynþáttaníð en konurnar fjórar, Alexandria Ocasio-Crotez, Ilhan Omar, Ayanna Pressley og Rashida Tlaib, eru allar Bandaríkjamenn og aðeins ein þeirra, Omar, er fædd utan Bandaríkjanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump lætur út úr sér hatursfull ummæli í garð annarra kynþátta en hvítra, en hér eru brot af því sem Trump hefur látið falla um hina ýmsu kynþætti.

1973 – Vildi ekki leigja svörtu fólki

Þegar Trump var forstjóri fasteignafélagsins Trump Management lagði dómsmálaráðuneytið fram kæru í tvígang vegna meintrar mismununar vegna kynþáttar. Var fyrirtækið sakað um að ljúga að svörtum umsækjendum að engar íbúðir væru lausar til leigu og að bjóða upp á mismunandi leigusamninga fyrir hvíta leigjendur annars vegar og svarta hins vegar.

1992 – Út með svarta

Trump Plaza, hótelið og spilavíti, var sektað um tvö hundruð þúsund dollara því stjórnendur staðarins fjarlægðu þeldökka gjafara við spilaborð ef forríkir spilarar báðu um það. Þá hafa fyrrverandi starfsmenn staðarins einnig sagt að Trump hafi ekki viljað sjá svart fólk þegar hann mætti á staðinn því hann sagði það latt.

1993 – Líta ekki út eins og indjánar

Trump vildi opna spilavíti í Bridgeport í Connecticut og fara í samkeppni við spilavíti í eigu frumbyggja Norður-Ameríku. Um ættbálkinn á staðnum sagði hann: „Þeir líta ekki út eins og indjánar í mínum augum. Þeir líta ekki einu sinni út eins og indjánar í augum indjána.“ Þá staðhæfði hann einnig, án sannana, að mafían væri búin að taka yfir spilavíti frumbyggja.

Bandaríkjamaður í húð og hár Barack Obama fæddist á Havaí. Mynd Getty Images

2011 – Njósnaði um Obama

Trump sendi fólk til Havaí til að rannsaka hvort Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, væri í raun fæddur á Havaí. Obama færði sönnur á fæðingarstað sinn með fæðingarvottorði. Það var ekki nóg fyrir Trump því hann vakti aftur máls á þessu í ræðu árið 2015 og sagðist hreinlega ekki vera viss um hvort Obama væri í raun frá Havaí. Ári síðar játaði hann sig sigraðan og viðurkenndi að Obama væri fæddur í Bandaríkjunum og sakaði síðan Hillary Clinton um að hafa komið þessari samsæriskenningu á kreik.

2016 – „Hann er Mexíkói“

Trump gaf það í skyn að dómarinn Gonzalo Curiel, sem dæmdi í hópmálsókn gegn Trump-háskólanum, gæti ekki verið faglegur í starfi því hann væri Mexíkói. Meira að segja flokksbræðrum og -systrum Trump blöskraði þessi ummæli en Trump stóð í þeirri trú að hann fengi ósanngjarna málsmeðferð út af múrnum sem hann hyggst byggja á milli Bandaríkjamanna og Mexíkóa. Þá hefur hann margoft sagt að Mexíkóar séu upp til hópa nauðgarar og glæpamenn.

Ringulreið Múslimabannið svokallaða var harðlega gagnrýnt. Mynd: Getty Images

2017 – Múslimabannið

Eitt af stefnumálum Trump var að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. Múslimabannið varð að veruleika og olli það mikilli ringulreið, en bannið náði til fólks frá Íran, Írak, Líbíu, Sómalíu, Súdan, Sýrlandi og Jemen.

2017 – Fallega, kóreska konan

Bandarísk kona, af kóresku bergi brotin, settist niður með Trump og útskýrði ástandið í Pakistan fyrir forsetanum, en konan vinnur við greiningar af ýmsu tagi. Trump spurði hana ítrekað hvaðan hún væri og tók New York ekki sem gilt svar. Síðan kallaði hann hana fallegu, kóresku konuna og viðraði þá skoðun sína að hún ætti að einbeita sér að málefnum Norður-Kóreu vegna upprunans.

Sannaði upprunann Elizabeth Warren fór í erfðapróf til að lækka rostann í Trump. Mynd: Getty Images

2017 – Pókahontas

Trump gerði ítrekað grín að þingkonunni Elizabeth Warren því hún sagðist eiga ættir að rekja til frumbyggja Norður-Ameríku. Gaf hann henni gælunafnið Pókahontas en Warren fór í erfðapróf til að sanna uppruna sinn.

2017 – Fínt fólk í Ku Klux Klan

Eftir samkomu hvítra þjóðernissinna, nýnasista og meðlima Ku Klux Klan í Virginíu sagði Trump að fjölda ágætis fólks væri í þessum hópum, þrátt fyrir að nýnasisti hefði ekið bíl inn í hóp mótmælenda með þeim afleiðingum að kona beið bana.

2018 – Skítabæli

Trump sagði innflytjendur frá Afríku og Haítí koma úr skítabælum. „Af hverju viljum við að allt þetta fólk frá skítabælum komi hingað?“ sagði forsetinn. „Við ættum að fá fleira fólk frá löndum eins og Noregi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Í gær

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn

Laus úr fangelsi og brátt laus úr hjónabandi – Þetta var dropinn sem fyllti mælinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi

Hrikalegt ástand í Dúbaí: Allt á floti og lúxusbílar á bólakafi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku

Þessi vinsæli drykkur er verri en kaffi þegar kemur að því að valda andvöku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband

Átta ára fangelsi fyrir að stela bíl – 89 ára blind kona í framsætinu – Myndband
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á

Hversu oft þværðu ræktarfötin? – Þessu flaska flestir á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“

Tæpu ári eftir handtökuna er ritari Heuermann ekki enn komin yfir áfallið – „Ég keypti þessar pitsur fyrir hann“