fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Brá mikið þegar hann sá mynd af aflimuðum fæti föður síns á sígarettupakka

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að þú sjáir mynd af aflimuðum fæti föður þíns utan á sígarettupakka þar sem fóturinn er sýndur til að leggja áherslu á hætturnar sem fylgja reykingum. Þetta væri eflaust ekki þægileg upplifun en það er einmitt þetta sem sextugur albanskur karlmaður, sem býr í Metz í Frakklandi, lenti nýlega í. Það gerir málið enn undarlegra að fóturinn var ekki tekinn af föður mannsins vegna reykinga heldur vegna skotáverka sem hann hlaut 1997.

BBC skýrir frá þessu. Maðurinn keypti sér sígarettupakka í Lúxemborg og sá þá mynd af fæti föður síns utan á pakka. Honum brá mikið sem og fjölskyldunni því myndin var notuð án þeirra vitundar.

Lögmaður fjölskyldunnar, Antoine Fittante, hefur nú sett sig í samband við framkvæmdastjórn ESB til að reyna að komast að hvað snýr upp og niður í þessu undarlega máli. Hann segir að sérhvert ör sé auðþekkjanlegt og sérstakt. Maðurinn sé einnig með brunasár á hinum fætinum og því verði sérfræðingar ekki í erfiðleikum með að staðfesta að þetta séu myndir af fæti mannsins. Hann segir að skjólstæðingur hans telji sig illa svikinn og að lítið hafi verið gert úr honum með því að nota fötlun hans til aðvörunar á sígarettupakka.

The Guardian segir að framkvæmdastjórn ESB hafi vísað því á bug að myndin sé af manninum og segi að það sé algjör tilviljun að ör og brunasár séu eins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum
Pressan
Í gær

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna
Pressan
Í gær

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt