fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 22:00

Þarf hann að hafa áhyggjur af þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur vísindamanna segir að stórhluti klámsíðna „leki“ upplýsingum til þriðja aðila um hverjir heimsæki síðurnar. Google er það fyrirtæki sem fær mest af þessum upplýsingum en Facebook er einnig að finna á listanum yfir þau fyrirtæki sem fá mikið af þessum upplýsingum. Þetta þýðir að sögn vísindamannanna að fyrirtækin geta fylgst með klámnotkun fólks á netinu.

Í rannsókninni, sem nefnist: Tracking sex: The implications of widespread sexual data leakage and tracking on porn websites“, kemur fram að Google og dótturfyrirtæki þess fái 74% af þessum upplýsingum.

Vísindamennirnir rannsökuðu rúmlega 22.000 klámsíður og komust að því að 93% leka upplýsingum um notendur sína til þriðja aðila.

Talsmaður Google neitaði í viðtali við The New York Times að forrit fyrirtækisins séu notuð til að safna upplýsingum sem þessum sem séu síðan notaðar til að ákveða hvernig auglýsingum á að beina að notendum.

Facebook er sagt fá 10% af þessum upplýsingum en talsmaður fyrirtækisins sagði að fyrirtækið heimili ekki að forrit frá því séu notuð af klámsíðum því það brjóti gegn notendaskilmálum Facebook. En fyrirtækið svaraði ekki hvort það hafi fengið þessar upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum
Pressan
Í gær

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna
Pressan
Í gær

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt