fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Segja að Facebook og Google geti fylgst með klámnotkun fólks á netinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 22:00

FBI sendi klámviðvörun frá sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur vísindamanna segir að stórhluti klámsíðna „leki“ upplýsingum til þriðja aðila um hverjir heimsæki síðurnar. Google er það fyrirtæki sem fær mest af þessum upplýsingum en Facebook er einnig að finna á listanum yfir þau fyrirtæki sem fá mikið af þessum upplýsingum. Þetta þýðir að sögn vísindamannanna að fyrirtækin geta fylgst með klámnotkun fólks á netinu.

Í rannsókninni, sem nefnist: Tracking sex: The implications of widespread sexual data leakage and tracking on porn websites“, kemur fram að Google og dótturfyrirtæki þess fái 74% af þessum upplýsingum.

Vísindamennirnir rannsökuðu rúmlega 22.000 klámsíður og komust að því að 93% leka upplýsingum um notendur sína til þriðja aðila.

Talsmaður Google neitaði í viðtali við The New York Times að forrit fyrirtækisins séu notuð til að safna upplýsingum sem þessum sem séu síðan notaðar til að ákveða hvernig auglýsingum á að beina að notendum.

Facebook er sagt fá 10% af þessum upplýsingum en talsmaður fyrirtækisins sagði að fyrirtækið heimili ekki að forrit frá því séu notuð af klámsíðum því það brjóti gegn notendaskilmálum Facebook. En fyrirtækið svaraði ekki hvort það hafi fengið þessar upplýsingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana

Kvikmyndafyrirtæki með 21 Óskarsverðlaun á ferilskránni leggur upp laupana
Pressan
Í gær

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni

Móðir ákærð – Hótaði barnsföður sínum að birta klámfengið efni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum

Við fórum heim til hans eftir stefnumótið – Síðan festist typpið hans í teinunum mínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn

Hinir einu sönnu síamstvíburar: Kvæntust systrum og eignuðust yfir 20 börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu

Önnur óhugnanleg hnífaárás í Sydney í morgun – Stunginn í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?