fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Var slegin í rot í boxhringnum – Síðan voru bankareikningar hennar tæmdir

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. júlí 2019 07:00

Frida Wallberg. Mynd:Wikimedia Commons/Frankie Fouganthin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hin sænska Frida Wallberg keppti um WBC titilinn í ofurfjaðurvigt kvenna í hnefaleikum þann 14. júní 2013 sló andstæðingur hennar hana í rot. Hún var við dauðans dyr en læknum tókst að bjarga lífi hennar. Á meðan hún lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi voru bankareikningar hennar tæmdir og þegar hún komst til meðvitundar átti hún ekki grænan eyri.

Henni hefur tekist að ná töluverðum bata og getur nú gengið, borðað og talað á nýjan leik en glímir enn við mörg vandamál. Þetta kemur fram í viðtali Aftonbladet-tv við hana. Þar segir hún að líðan hennar sé mjög misjöfn á milli daga, hún viti aldrei hvernig morgundagurinn verður. Hún verði sífellt að gæta að sér og tryggja að hún fái næga hvíld. Þessi 36 ára fyrrum hnefaleikakona er með stöðugan höfuðverk eftir höggið örlagaríka og mun hann fylgja henni til æviloka.

Það var hin ástralska Diana Prazak sem veitti henni hið örlagaríka vinstrihandar högg í áttundu lotu. Frida var strax flutt á sjúkrahús og hefur barátta hennar verið erfið eftir þetta og er hún fjarri því að hafa náð fullri heilsu. Í janúar hneig hún niður og var flutt í skyndi á sjúkrahús og hún veit aldrei hvenær næsta áfall ríður yfir. Hún segist þó ekki sjá eftir að hafa stundað hnefaleika, líf hennar hafi snúist um þá.

Hún var á góðri leið á toppinn þegar höggið reið yfir. Hún hafði þénað háar upphæðir en þær hurfu allar eins og fyrr sagði á meðan hún lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Þjálfarar hennar, umboðsmenn og mótshaldarar höfðu látið greipar sópa því þeir vildu fá sinn hluta af kökunni. Óþekktur velgerðarmaður gaf henni stóra upphæð sem gerði hana skuldlausa og gerði henni kleift að komast í gegnum hið daglega líf með dóttur sinni, sem var sex ára þegar höggið reið af, og syni sem kom síðar til sögunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum
Pressan
Í gær

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna
Pressan
Í gær

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt