fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Forstjóri Siemens segir Trump vera „andlit rasismans“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Kaeser, forstjóri Siemens, segir í færslu á Twitter að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sé orðinn táknmynd kynþáttahyggju og útskúfunar. Þetta skrifaði hann í kjölfar skrifa forsetans á Twitter um að nokkrar þingkonur demókrata ættu að „fara heim til landsins sem þær komu frá“.

Bloomberg skýrir frá þessu. Nú hefur Kaeser fengið nóg og svarað Trump fullum hálsi á Twitter. Þar segir hann að það sé niðurdrepandi að „andlit mikilvægasta pólitíska embættis heimsins sé orðið andlit rasisma og útskúfunar“.

„Ég hef búið í Bandaríkjunum í mörg ár og kynnst frelsi, umburðarlyndi og hreinskilni.“

Kaeser var áður yfirmaður Siemens í Kaliforníu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kaeser lætur pólitísk málefni til sín taka. Í október á síðasta ári hætti hann við þátttöku á stórri ráðstefnu í Sádí-Arabíu í kjölfar morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

„Sannleikurinn þarf að koma í ljós og réttlætið þarf að ná fram að ganga.“

Skrifaði hann þá á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?