fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Læknar án landamæra senda aftur skip í Miðjarðarhafið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 20:30

Flóttafóli bjargað á Miðjarðarhafi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember á síðasta ári drógu mannúðarsamtökin Læknar án landamæra sig út úr björgunarstarfi í Miðjarðarhafi og kölluðu skip sitt Aquarius þaðan. En nú ætla þeir aftur að láta til sín taka í Miðjarðarhafi og senda þangað skip í samvinnu við SOS Mediterranée.

Skipið á að bjarga flóttamönnum, innflytjendum og farandfólki sem reynir að komast yfir Miðjarðarhafið til Evrópu, aðallega frá Líbíu.

Útgerð Aquarius var hætt eftir ásakanir ítalskra yfirvalda um að skipið hefði losað sig við 24.000 tonn af rusli á ólöglegan hátt í ítölskum höfnum. Þessum ásökunum hafa Læknar án landamæra vísað á bug.

Það er misheppnuð pólitík evrópskra stjórnmálamanna sem veldur því að samtökin ætla nú að senda skip aftur til björguanrstarfa í Miðjarðarhafi. Norska skipið Ocean Viking heldur þangað í lok mánaðarins á vegum samtakanna.

Talsmaður Lækna án landamæra segir að stjórnmálamenn reyni að telja fólki trú um að það sé ásættanlegt að mörg hundruð manns drukkni og mörg þúsund þjáist og séu fastir í Líbíu, þetta sé ásættanlegt verð fyrir að hafa stjórn á innflytjendamálum. En hinn harði raunveruleiki sé að um leið og stjórnmálamenn boði endalok flóttamannavandans í Evrópu þá snúi þeir blinda auganum að hinum mannlega harmleik sem þessi stefna hefur í för með sér í Líbíu og á hafi út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum
Pressan
Í gær

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna
Pressan
Í gær

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt