fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Tveggja ára stúlka öskraði – Síðan sá móðirin hver læddist inn í herbergi hennar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 07:00

Halle og Prince. Mynd:Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf smábarnaforeldra bíður stundum upp á svefnlitlar eða svefnlausar nætur. Þegar börnin vakna er ekkert annað í boði en að fara framúr til að sinna þeim og skiptir þá engu hvað klukkan er. Þessu fengu Sara og Zach Lebwohl að kynnast af eigin raun þegar þau eignuðust sitt fyrsta barn fyrir tveimur árum, dótturina Halle.

Hún var auðvitað augasteinn foreldra sinna en heimilishundurinn Prince tók henni einnig vel og vildi allt fyrir hana gera. Prince virtist átta sig á yfirvofandi breytingum þegar Sara gekk með Halle því hann vék ekki frá henni og þegar Halle kom í heiminn var um ást við fyrstu sýn að ræða hjá Prince.

„Þegar hún kom heim fór hann strax til hennar og þefaði af henni. Hann vissi að hún var lítil og viðkvæmd. Hann var alltaf nærri henni og gaf henni alltaf auga. Hann var barnapían hennar frá fyrsta degi.“

Sagði Sara í samtali við The Dodo.

Vináttan styrktist með tímanum. Halle er nú orðin tveggja ára og eins og sum börn á þeim aldri er hún farin að sofa í sínu eigin herbergi. Þetta hefur í för með sér að suma morgna vaknar hún snemma og þurfa foreldrar hennar þá að fara framúr og yfir í herbergið til hennar til að sinna henni.

Halle og Prince. Mynd:Instagram

Yfirleitt er það Prince, sem sefur inni í hjónaherberginu, sem uppgötvar fyrstur að Halle er vöknuð og lætur hann Sara og Zach vita. Nýlega fékk Sara hugmynd sem hún ákvað að prófa. Hún lét dyrnar á svefnherbergjunum standa hálfopnar og setti myndavél upp inni í herbergi Halle til að sjá hvað gerðist á morgnana. Þegar hún horfði á upptökuna næsta dag sá hún svolítið sem kom henni algjörlega í opna skjöldu.

Halle vaknaði og byrjaði að öskra og kalla á foreldra sína en Prince var að vanda fyrstur að heyra í henni og brást hratt við fyrst dyrnar voru opnar. Hann fór inn í herbergi til Halle og lagðist á gólfið. Það dugði til að róa hana og lagðist hún síðan niður og fór aftur að sofa.

„Prince er óvænti riddarinn okkar. Hann leyfir okkur að sofa aðeins lengur. Þegar hann kemur inn í herbergið veit hún að hún er í góðum málum og allir geta hvílt sig aðeins lengur.“

Sagði Sara í samtali við The Dodo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?