fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Hundarnir buðu Marie velkomna heim – Það kostaði hana handleggi og fætur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 07:00

Matthew og Marie Trainer. Mynd:Gofundme

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Marie og Matthew Trainer, frá Ohio í Bandaríkjunum, komu heim úr fríi í Karabískahafinu þann 10. maí tóku hundarnir þeirra tveir fagnandi á móti þeim og réðu sér ekki fyrir kæti. Þeir sleiktu þau og kysstu. Kvöldið eftir fór Marie að líða illa og var með flensueinkenni, var flökurt, með beinverki og hita.

Matthew ákvað að fara með hana á læknavaktina. Þegar þangað var komið sáu læknar fljótt að Marie var með blóðeitrun og að ástand hennar versnaði hratt. Ástand hennar var svo slæmt að læknarnir neyddust til að svæfa hana og halda henni sofandi. Síðan neyddust þeir til að taka fæturna af henni og meirihlutann af báðum handleggjum.

Gina Premier, stjúpdóttir Marie, sagði í samtali við Fox 8 Cleveland að ef læknar hefðu ekki aflimað Marie hefði hún látist innan skamms tíma.

Henni var haldið sofandi í 10 daga en á þeim dögum gekkst hún undir átta aðgerðir. Hún fékk ekki að fara heim af sjúkrahúsinu fyrr en eftir 80 daga.

Eins og gefur að skilja var það mikið áfall fyrir Marie þegar henni var sagt að læknar hefðu þurft að taka fótleggi og handleggi af henni.

„Ég meina, hvað gerir maður? Þetta er mjög erfitt að skilja.“

Sagði hún sjálf um þetta.

Læknar telja að hún hafi sýkst af bakteríu sem heitir capncytohphaga þegar hundarnir sleiktu sár sem hún var með á öðrum handleggnum. Þessi baktería er algeng í slefi hunda. Hún getur valdið alvarlegum sjúkdómum hjá fólki en það er mjög sjaldgæft að það gerist. Fólk getur komist margoft í snertingu við þessa bakteríu árum saman án þess að nokkuð gerist. Að veikindi á borð við veikindi Marie verði gerist bara í einu af hverju milljón skiptum.

Marie og Matthew hafa hrundið fjársöfnun af stað á Gofundme til að safna fyrir frekari læknismeðferðum fyrir hana og gervilimum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu

Stærsti fjárfestir heims vill að seðlabankar sendi peninga til neytenda í næstu efnahagskreppu
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum

Harry og Meghan sökuð um hræsni: Fjórar ferðir í einkaþotum á ellefu dögum
Pressan
Í gær

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna

Mike Tyson gefur upp hvað hann eyðir miklu í marijúana – Mikið meira en flesta myndi gruna
Pressan
Í gær

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda

Stórhættulegur „töfradrykkur“ nýtur enn vinsælda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar

Borgarstjórn tekur af skarið – Nú mega konur baða sig topplausar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína

Tölvuþrjótar geta sent hættuleg hljóð í gegnum hátalarana þína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri

Dularfullt tíst frá CIA veldur Dönum hugarangri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt

Fangi á dauðadeild dó í rafmagnsstólnum í nótt