fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Paradísareyjan sem enginn vill búa á

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 07:00

Frá Pitcairn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í miðju Kyrrahafinu er Pitcairn eyjaklasinn, hann er eiginlega mitt á milli Ástralíu og Suður-Ameríku. 5.300 kílómetrar eru til næsta meginlands. Aðeins er búið á næststærstu eyjunni, Pitcairn, en þar búa um 50 manns í þessari bresku nýlendu. Þegar best lét bjuggu um 200 manns þar. En þrátt fyrir hitabeltisloftslag, grænt og fallegt landslag og litlar líkur á að lenda í nágrannaerjum er eyjan sögð vera „staðurinn sem enginn vill flytja til“.

Saga eyjunnar er svört og aðstæður geta verið erfiðar þar. Hún liggur á miklu þokusvæði og það er mjög erfitt að komast í land þar. Fyrir utanaðkomandi er þetta ein erfiðasta eyja heims til að komast til. Háir klettaveggir og mikil ölduhæð gera fólki erfitt fyrir. Þetta hefur að vonum dregið úr samskiptum eyjaskeggja við umheiminn en um leið eru þetta aðstæðurnar sem drógu fyrstu íbúana til eyjunnar.

Eyjaskeggjar eru að stærstum hluta afkomendur þeirra sem tóku þátt í uppreisninni á skipinu Bounty 1790. Uppreisnarmennirnir settu skipstjórann og 18 aðra úr áhöfninn í björgunarbát og sigldu síðan til Pitcairn þar sem þeir fóru í land og brenndu Bounty. Þar með var eyjan þeirra. Það tók breska flotann síðan nokkra áratugi að finna uppreisnarmennina, svo góður felustaður var eyjan.

Á síðari tímum hafa ýmis hneykslismál komið upp á eyjunni. Í upphafi aldarinnar var komið upp um víðtæka kynferðislega misnotkun á börnum þar og voru margir sakfelldir fyrir slík brot, þar á meðal héraðsstjóri eyjunnar, Steve Christian. Ofbeldið teygði sig 40 ár aftur í tímann og hafði stúlkum allt niður í sjö ára aldur verið nauðgað. Sifjaspell kom einnig við sögu. Eftir þetta fækkaði íbúunum um helming. 10 til 15 voru dæmdir í fangelsi í samræmi við nýsjálensk lög og aðrir fluttu á brott því þeir töldu samfélagið svo skaddað eftir þetta.

Fyrir þremur árum var Michal Warren, héraðsstjóri, staðinn að því að dreifa barnaklámi og var það ekki til að bæta stöðuna.

Yfirvöld hafa reynt að lokka fólk til búsetu á eyjunni en árangurinn hefur ekki verið mikill. Það er lítið um vinnu þar og því erfitt að fá fólk til að flytja þangað. Margir eiga einnig erfitt með að búa við eins mikla einangrun og er á eyjunni. Birgðaskip kemur þangað ársfjórðungslega með vörur frá Nýja-Sjálandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt
Pressan
Í gær

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler
Pressan
Fyrir 3 dögum

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins