fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Pressan

Sjúkraliði stal 14 milljónum af öldruðum hjónum – „Hvernig getur einhver gert svona lagað?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Odalis Lopez vann í sjö ár sem vottaður sjúkraliði Herman-hjónanna, en þau komust bæði lífs af úr helförinni. 

Þau Rella Herman og eiginmaður hennar, Leonard Herman, urðu afar náin Odalis yfir þessi ár sem hún hjálpaði þeim en Odalis var þó með ansi óhreint pokahorn.

Odalis hafði aðgang að kreditkortum hjónanna og notaði þau til að eyða gífurlegum fjárhæðum. Þar má nefna yfir 14 milljóna króna eyðslu í matvöruversluninni Publix. 

Odalis hefur verið ákærð fyrir stórþjófnað og arðrán. Lögfræðingurinn Katherine Fernandez Rundle talaði við WTAP um mál hjónanna.

„Þetta er ekkert nema græðgi.“

Barnabarn hjónanna, Micah Herman, hefur sett upp hópfjármögnun á GoFundMe síðunni þar sem hann útskýrir aðstæður hjónanna í dag.

„Árið 2011 byrjaði hún að stela lágum peningaupphæðum af þeim. Árið 2015 færðist þetta í aukana eftir að Rella missti einkabarnið sitt úr krabbameini. Odalis nýtti sér sorgina sem Rella var í og notaði kreditkortið hennar í gegndarlausar og svikular færslur.“

Micah bendir á að Rella hafi misst móður sína í Auschwitz og að meirihluti peningsins séu bætur frá Þýskalandi.

„Hún var eini vinur þeirra, þau eyddu meiri tíma með henni en nokkrum öðrum. Hvernig getur einhver gert svona lagað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt