fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Pressan

Umdeild áætlun – „Þetta fólk mun deyja á götu úti eins og kakkalakkar“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 06:56

Jair Bolsonaro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jair Bolsonaro, hinn umdeildi hægrisinnaði forseti Brasilíu, vonast til að glæpamenn þar í landi „deyi eins og kakkalakkar á götu úti“. Þetta sagði hann nýlega í viðtali þar sem hann ræddi um nýja löggjöf sem hann vill að þingið samþykki. Að hans sögn eiga lögin að vernda löggæslufólk og borgara, sem skjóta afbrotamenn, gegn saksókn.

The Guardian skýrir frá þessu. Í viðtalinu sagði hann að hann vonist til að brasilíska þingið samþykki þessa umdeildu tillögu sem gerir verknaði, sem eru refsiverðir samkvæmt lögum, löglega.

Gagnrýnendur Bolsonaro óttast að nýju lögin muni leiða til blóðbaðs en Bolsonaro heldur því fram að lögin muni veita lögreglumönnum langþráða vernd gegn saksókn í þeim tilfellum sem þeir nota banvæn vopn við skyldustörf. Auk þess er hann þess fullviss að lögin muni binda enda á blóðbaðið í landinu.

„Þetta fólk (glæpamenn, innskot blaðamanns) mun deyja á götu úti eins og kakkalakkar. Þannig á þetta að vera.“

Sagði forsetinn í viðtalinu. Hann sagði jafnfram að barátta lögreglunnar við glæpamenn sé ójöfn og að frekar eigi að hylla lögregluna fyrir að nota skotvopn sín en að saksækja lögreglumenn. Það sama eigi að eiga við um heiðarlega borgara.

Stuðningsfólk forsetans fagnar orðum hans en aðrir eru öllu ósáttari. Ariel de Castro Alves, lögmaður og baráttumaður fyrir mannréttindum, sagði að ummæli forsetans væru viðbjóðsleg. Hann sagði að hörð og ómannúðleg stefna forsetans hafi haft í för með sér aukið ofbeldi af hálfu lögreglunnar gegn fátækum, lituðum ungum mönnum og óttast að nýju lögin geti aukið þennan vanda.

Á fyrri helmingi ársins varð herlögreglan 414 manns að bana í Sao Paulo og hefur mannfallið ekki verið meira síðan 2003. Í Rio de Janeiro er sama sagan uppi á teningnum en þar hefur lögreglan drepið 818 manns það sem af er ári og hefur fjöldinn ekki verið meiri í rúma tvo áratugi.

Á síðasta ári drap brasilíska lögreglan 6.200 manns sem var aukning um tæplega 1.000 manns frá 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Pressan
Í gær

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum

Leikfimiskennari sakaður um að taka nektarmyndir af yfir 100 stúlkum
Pressan
Í gær

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?

Varpa sprengju inn í Gilgo-morðmálið – Er lögreglan að fela eitthvað ?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu

Þess vegna áttu ekki að sofna yfir sjónvarpinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum

Einn ríkasti maður Þýskalands sagður hafa sviðsett dauða sinn fyrir sex árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?

Kannabis er orðið að milljarðaiðnaði í Bandaríkjunum – Hvaða áhrif hefur efnið á heilsu fólks?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar

Mikill eldur í einni elstu byggingu Kaupmannahafnar