fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Fann vægast sagt undarleg skilaboð á bíl sínum – „Áttaði mig á hversu viðbjóðslegur hann var“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 06:00

Nudgee Beach. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hin 29 ára Tess Scorrar kom að bíl sínum nýlega við Nudgee ströndina í Brisbane í Ástralíu var búið að festa miða undir rúðuþurrkurnar. Á honum voru ansi undarleg skilaboð sem henni fundust vægast sagt hræðileg.

„Hæ, mér finnst þú mjög aðlaðandi!!! Ef þú hefur áhuga er ég til í að borga þér reiðufé fyrir nærbuxurnar þínar. Ég mun þá hitta þig í vegkantinum á leiðinn í bæinn. Aktu bara út í kant og ég mun finna þig.“

Stóð á miðanum. Tess skýrði frá þessu á Facebooksíðu sinni.

Mynd:Facebook
Mynd:Facebook

Hún segir að sér finnist það mjög truflandi að hugsa til þess að einhver hafi verið að fylgjast með henni og varar aðra við.

„Ég var bara fjarri bílnum í 20 til 30 mínútur. Um leið og ég kom aftur að honum tók ég eftir pappír sem stóð undan rúðuþurrkunum. Ég hélt að ég hefði fengið sekt eða að einhver hefði ekið á bílinn minn og skilið eftir miða. En þegar ég las miðann bauð mér við textanum. Þessu átti ég ekki von á. Ég fór heim og las hann aftur og aftur og áttaði mig á hversu viðbjóðslegur hann var.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað ökumaðurinn gerði undir stýri

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað ökumaðurinn gerði undir stýri