fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Pressan

Fundu nýja risaeðlutegund á óvæntum stað – Blasti við áratugum saman

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 18:30

Þetta þykir ákaflega merkur fundur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það tók vísindamenn 41 ár að finna nýja risaeðlutegund sem blasti við þeim allan þennan tíma. Risaeðlan fannst 1978 og var þá talin vera af tegundinni Massopondylus. En nú hafa vísindamenn við náttúrugripasafnið í Lundúnum og Witwatersrand háskólann í Suður-Afríku rannsakað beinin á nýjan leik og komist að því að þau eru úr áður óþekktri tegund. Beinin voru til sýnis á safni í Suður-Afríku.

Paul Barret, einn vísindamannanna, segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins að margir vísindamenn hafi rannsakað beinin í gegnum tíðina og talið að um óvenjulegt dýr af Massopondylus hafi verið að ræða en sú tegund er velþekkt í Suður-Afríku.

Kimberley Chapelle, sem einnig kom að rannsókninni, hefur sérhæft sig í Massopondylus tegundinni og taldi að beinin væru frábrugðin beinum dýra af þeirri tegund á marga vegu. Þannig komust vísindamennirnir á sporið sagði Barrett í samtali við CNN.

Nýja tegundin hefur fengið nafnið Ngewevu intloko sem þýðir grá höfuðkúpa. Nafnið er sótt í tungumálið Xhosa sem er eitt þeirra tungumála sem eru töluð í Suður-Afríku. Risaeðlan er talin hafa verið um þrír metrar á lengd, með langan háls, feitlaginn og alæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?

Hvað verður um heilann úr OJ Simpson?
Pressan
Í gær

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða

Ráðagóðir menn björguðu sér með aðstoð pálmablaða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur

Í þessu landi seljast fleiri fullorðinsbleiur en barnableiur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Pressan
Fyrir 3 dögum

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga

Búrhvalir nota risastórar kúkasprengjur til að bjarga sér frá árásum háhyrninga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu

Gleymd gögn frá Appologeimferðunum varpa ljósi á áður óþekkta atburði á tunglinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum

Ofbeldisverk eru mikið vandamál í frönskum skólum