fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Fundu nýja risaeðlutegund á óvæntum stað – Blasti við áratugum saman

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það tók vísindamenn 41 ár að finna nýja risaeðlutegund sem blasti við þeim allan þennan tíma. Risaeðlan fannst 1978 og var þá talin vera af tegundinni Massopondylus. En nú hafa vísindamenn við náttúrugripasafnið í Lundúnum og Witwatersrand háskólann í Suður-Afríku rannsakað beinin á nýjan leik og komist að því að þau eru úr áður óþekktri tegund. Beinin voru til sýnis á safni í Suður-Afríku.

Paul Barret, einn vísindamannanna, segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins að margir vísindamenn hafi rannsakað beinin í gegnum tíðina og talið að um óvenjulegt dýr af Massopondylus hafi verið að ræða en sú tegund er velþekkt í Suður-Afríku.

Kimberley Chapelle, sem einnig kom að rannsókninni, hefur sérhæft sig í Massopondylus tegundinni og taldi að beinin væru frábrugðin beinum dýra af þeirri tegund á marga vegu. Þannig komust vísindamennirnir á sporið sagði Barrett í samtali við CNN.

Nýja tegundin hefur fengið nafnið Ngewevu intloko sem þýðir grá höfuðkúpa. Nafnið er sótt í tungumálið Xhosa sem er eitt þeirra tungumála sem eru töluð í Suður-Afríku. Risaeðlan er talin hafa verið um þrír metrar á lengd, með langan háls, feitlaginn og alæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað ökumaðurinn gerði undir stýri

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað ökumaðurinn gerði undir stýri