fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Graðir broddgeltir valda lögreglunni vanda

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 19:00

Skyldi hann vera graður? Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýskir lögregluþjónar voru sendir af stað til að kanna mögulegt innbrot í barnaskóla. Það kom þeim mikið á óvart þegar þeir komust að því hver stóð á bak við hin grunsamlegu hljóð.

Þýska neyðarþjónustan fær oft kvartanir vegna hávaða inn á borð hjá sér. Yfirleitt tilheyra hljóðin nágrönnum sem hafa of hátt þegar þeir stunda kynlíf eða þá koma þau frá slösuðum dýrum – en þó eru orsakir hljóðanna oft allt aðrar.

Lögreglan í Augsburg í Þýskaland var nýlega kölluð út vegna þess að grunsamleg hljóð höfðu heyrst frá leikvelli við barnaskóla og kveiknað hafði á öryggisljósi við skólann.

Það var ekki fyrr en starfsfólk skólans hafði verið dregið á fætur og fjölmargir lögregluþjónar höfðu verið sendir á svæðið, sem kom í ljós að hljóðin komu frá broddgaltarpari sem var að maka sig. Broddgeltirnar voru ekki truflaðir og fengu leyfi lögreglunnar til að klára athöfnina.

Atburðurinn í Augsburg er ekki sá eini sinnar tegundar, lögreglan er kölluð út oft á hverju sumri vegna graðra broddgalta sem hljóma eins og eitthvað allt annað.

Broddgeltir geta gefið frá sér ýmiskonar hljóð, svo sem  más, hvísl, smelli og jafnvel há öskur, sem gerir það að verkum að oft er talið að um fólk sé að ræða. Samfarir broddgalta geta varað klukkustundum saman, en það gæti verið ástæða þess að þolimæði svefnþurfi Þjóðverja þrýtur.

Eðlun broddgalta kallast „igelkarussell“ á þýsku og hinar fjölmörgu neyðarhringingar hafa orðið til þess að myllumerkið #igelsex er orðið vinsælt.

Aðal mökunartími broddgalta er á sumrin og stendur yfirleitt yfir frá apríl og fram í byrjun september.

Sérfræðingar í málefnum broddgalta hafa varað við því að broddgeltirnir séu truflaðir við afhafnir sínar vegna þess að bröddgöltum hefur fækkað verulega á síðustu árum og teljast nú í útrýmingarhættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt
Pressan
Í gær

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler
Pressan
Fyrir 3 dögum

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins