fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Ríkasta borg Bandaríkjanna glímir við ótrúlegt vandamál

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 06:00

San Francisco.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega sjötíu sinnum á dag hringir síminn á skrifstofu einni í San Francisco í Bandaríkjunum. Manneskjan sem svarar í símann vinnur fyrir opinberan aðila, sem sér um að fjarlægja mannasaur af gangstéttum, tröppum, akbrautum og öðrum opinberum stöðum. Og það er nóg að gera hjá hinni svokölluðu „kúka-vakt“. Það er nefnilega alls ekki óalgengt að rekast á kúk, þegar maður er á ferðinni í borginni. The Times og Associated Press skýra frá þessu.

Vandamálið er í sjálfu sér þversangarkennt: San Francisco er ríkasta borg Bandaríkjanna og þar eru aðalbækistöðvar fjölmargra tæknirisa en stofnendur þeirra eru vellauðugir. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa aðalbækistöðvar í San Francisco eru Google, Facebook og Apple. Pinterest, Uber og Slack hafa nýlega verið skráð á hlutabréfamarkað og hefur það haft í för með sér nýja bylgju nýríkra í borginni.

En  með ríkidómnum fylgir heimilisleysi.

Verð á húsnæði, bæði til leigu og kaups hefur stigið verulega, ástæðan er sú að það hafa aðeins verið byggðar 100.000 nýjar íbúðir í borginni, á meðan störfum hefur fjölgað um 700.000. Á meðan húsnæðisverð hefur hækkað, hefur heimilislausum fjölgað mikið.

Árið 2018 framkvæmdu yfirvöld talningu á heimilislausum í borginni og voru þeir 9.743. Þeir voru 30% fleiri en í sambærilegri talningu ári fyrr.

Það eru hinir heimilislausu íbúar borgarinnar sem eru orsök þess að saur flýtur um allt.

„Þetta er orðið eins og þróunarland. Maður þarf að fylgjast vel með því hvar maður stígur, vegna þess að það er ekki bara saur á götunum, heldur einnig sprautunálar. Þetta er veruleikinn hér í San Francisco“, segir Geoff Woo, sem á og rekur fyrirtækið HVMN í San Francisco, í samtali við The Times.

Undir stjórn borgarstjórans, London Breeds, hefur fjölmörgum verkefnum verið hleypt af stokkunum, til að takast á við vandann.

Vandamálið gerði fyrst vart við sig, fyrir alvöru, árið 2014, þegar mikill fjöldi barna og unglinga kvartaði yfir því að það væri kúkur um allt, á leið þeirra til skóla.

Eftir þetta voru settar á fót svokallaðar „kúka-sveitir“ sem mæta á staðinn og hreinsa saurinn af götunum þegar íbúar borgarinnar hringja og tilkynna um saur á götunum.

Auk þess hefur klósettum í borginni verið fjölgað. Á þeim svæðum þar sem sett hafa verið upp klósett hefur tilkynningum um saur á götunum fækkað.

Þrátt fyrir aðgerðinnar, er kúkafaraldurinn ennþá alvarlegt vandamál sem kostar yfirvöld milljónir dollara á ári.

Árið 2018 fengu yfirvöld 28.084 upphringingar frá fólki sem vildi láta fjarlægja mannaskít, þannig að enn er langt í að vandamálið verði leyst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?