fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Aldraður maður lá fastur í 5 daga og gat ekkert borðað – Lifði á sama drykknum allan tíman

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 11. ágúst 2019 18:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir neyta drykkjarins Coca Cola, hvort sem það er með morgunmatnum, hádegismatnum, kvöldmatnum eða bara milli mála. 

Aldraður maður frá Virginia borðaði ekkert í fimm daga samfleytt en hann drakk bara kók. Þetta gerði hann þó af illri nauðsyn. ARLnow greinir frá þessu.

Það var bréfberi sem tók fyrst eftir einhverju furðulegu heima hjá Glenn Smith. Hún tók eftir því að maðurinn hafði ekki tekið bréfin sín upp í einhvern tíma.  Hún spurði nágrannana út í málið en enginn þeirra hafði séð hann. Kallað var á lögregluna vegna þessa.

Nágranni Smith segir að lögreglan hafi tjáð honum að Smith hafi dottið þann 29. júlí og ekki getað hreyft sig í kjölfarið. Það eina sem hann komst í voru kókdósir sem lágu nálægt honum á gólfinu.

Svipaður atburður gerðist á sömu slóðum fyrir nokkrum árum samkvæmt manni sem býr á svæðinu. Öldruð kona sem bjó aðeins nokkrum húsum frá Smith datt og lést áður en nokkur manneskja kom til hennar. 

Nágrannar Smith hafa ákveðið að gera ráðstafanir þegar Smith kemur heim til sín frá spítalanum. Nágrannarnir ætla að passa upp á að það sé alltaf einhver sem kíkir á hann við og við til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt
Pressan
Í gær

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler
Pressan
Fyrir 3 dögum

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins