fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Fyrrum sérfræðingur FBI telur ólíklegt að Anne-Elisabeth Hagen sé á lífi – Þetta er ástæðan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 06:00

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 31. október á síðasta ári hvarf Anne-Elisabeth Hagen af heimili sínu í útjaðri Osló í Noregi. Allt bendir til að hún hafi verið numin á brott en miðar, með kröfu um lausnargjald, voru skildir eftir í húsinu. Lögreglan rannsakaði málið lengi sem mannrán en hefur nú beint rannsókninni í annan farveg og rannsakar málið sem morðmál því hún telur litlar líkur á að Anne-Elisabeth sé á lífi.

Í sama streng tekur Gregg McCrary, fyrrum sérfræðingur hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Hann telur mjög ólíklegt að hún sé enn á lífi og það þrátt fyrir síðustu tilkynningu frá fjölskyldu Anne-Elisabeth. Nýlega kom fram að í byrjun júlí hafi fjölskyldan verið í sambandi við meinta mannræningja sem kröfðust 10 milljóna norskra króna frá fjölskyldunni fyrir að sanna að hún væri enn á lífi. Fjölskyldan greiddi upphæðina en hefur ekkert heyrt síðan frá hinum meintu mannræningjum.

„Það er ólíklegt að hún sé enn á lífi. Ef maður hefur ekki afhent sannanir um að hún sé á lífi þá er mjög líklegt að hún sé það ekki. En það útilokar ekki að henni hafi verið rænt.“

Sagði McCrary í samtali við VG. Hann sagðist þó ekki vilja útiloka neitt því reynsla hans segi honum að allt geti enn gerst í málinu.

„Maður má ekki verða þröngsýnn og festa sig við eina kenningu. Maður verður að vera með margar kenningar, ekki er hægt að hunsa lausnargjaldskröfuna. Það er mjög skýr kenning en þegar hún skilar ekki árangri neyðist maður til að horfa á aðra möguleika.“

Fjölskylda Anne-Elisabeth er ósammála lögreglunni og telur að hún sé á lífi. Lögmaður fjölskyldunnar sagði í síðustu viku að það kæmi honum á óvart ef lögreglan útiloki að hún sé á lífi. Þetta sagði hann í kjölfar upplýsinga um að fjölskyldan hefði verið í sambandi við meinta mannræningja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?