fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Hefur verið með standpínu í 14 daga – Hugsanlega þarf að taka getnaðarliminn af honum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 06:00

Danny Polaris. Mynd:Gofundme

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski jasssöngvarinn og kynlífsgreinahöfundurinn Danny Polaris liggur nú á sjúkrahúsi í Berlín og bíður þess sem verða vill. Hann var lagður inn eftir að hann sprautaði óþekktu efni í getnaðarlim sinn til að láta hann líta út fyrir að vera stærri en hann er. Áður hafði hann tekið stinningarlyfið Viagra.

Þetta gerði hann eftir að hann hitti hjúkrunarfræðing sem hann vildi gjarnan stunda kynlíf með. Daginn eftir fór hann til Berlín og var þá enn með standpínu. Hann setti kaldan bakstur um liminn til að draga úr sársaukanum. Eftir að hann var lagður inn settu læknar langan nagla inn í þvagrás hans, án deyfingar, og hafa reynt að fjarlægja blóð úr limnum en án árangurs.

Hann hefur deilt þessari reynslu sinni með Daily Mail og á Facebooksíðu sinni. Þar segir hann að hægt og rólega hafi blóðmagnið í limnum þó minnkað. Hann segir að ef hann eigi að lýsa sársaukanum á skalanum einn til tíu þá sé hann tíu.

„Þetta var ein versta ákvörðun lífs míns. Stundum vakna ég og græt yfir eigin heimsku og þess sem ég hef glatað og þess sem mun gerast.“

Segir hann. Eins og gefur að skilja er nauðsynlegt fyrir hann að vera virkur í kynlífi til að geta skrifað um kynlíf en hugsanlega þarf að taka liminn af honum og þá verður lítið um kynlíf. Hann segist óttast framtíðina vegna þessa og hvort hann muni nokkru sinni geta stundað kynlíf aftur og hvaða áhrif þetta hefur á samband hans við unnustann Philip en þeir eru í opnu sambandi.

Miklir verkir hafa fylgt þessari langvarandi standpínu og hefur oft liðið yfir Danny vegna þeirra. Læknar segja að blóðsöfnunin í lim hans geti ógnað lífi hans.

Læknar segja að lyfið sem Danny sprautaði í liminn hafi orðið fyrir áhrifum af HIV-lyfi og viagra sem var í blóði hans og hafi valdið þessari langvarandi standpínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað ökumaðurinn gerði undir stýri

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað ökumaðurinn gerði undir stýri