fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Hljóp undan löggunni en þá komu geitungarnir

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 12. ágúst 2019 15:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni í Aldinborg í Þýskalandi tókst að hafa hendur í hári manns sem hafði látið undir höfuð leggjast að gefa sig fram til afplánunar ellefu mánaða fangelsisdóms.

Maðurinn lagði á flótta á tveimur jafn fljótum þegar lögreglumenn komu á heimili hans og hugðust handtaka hann. Maðurinn, sem ekki er nafngreindur í frétt AP, er sagður hafa stokkið af svölum. Ekki vildi betur til en svo að hann lenti ofan á geitungabúi með þeim afleiðingum að geitungarnir eltu hann og réðust á hann.

Maðurinn reyndi hvað hann gat að forðast geitungana og hljóp út á götu. Lögreglumenn sem hlupu á eftir honum urðu einnig fyrir barðinu á geitungunum. Það var ekki fyrr en maðurinn stakk sér til sunds í uppblásinni sundlaug að geitungarnir drógu sig í hlé.

Eftirleikurinn reyndist tiltölulega auðveldur fyrir lögreglumennina sem handtóku manninn og færðu hann til afplánunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt
Pressan
Í gær

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler
Pressan
Fyrir 3 dögum

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins