fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Vilja endurskoða 30 ára gamalt bann – Nokkur Afríkuríki vilja fá að selja fílabein

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. ágúst 2019 07:59

Fílabein er eftirsótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tíu árum fengu nokkur Afríkuríki undaþágu, á 30 ára gömlu banni við sölu fílabeins, til að selja 102 tonn af fílabeini til Kína og Japan. Fyrir þetta fengust 15 milljónir dollara og var féð notað til náttúruverndar og þróunarstarfa í ríkjunum. Nú vilja nokkur ríki í sunnanverðri Afríku að hið 30 ára gamla bann verði afnumið.

Það eru Botswana, Namibía og Zimbabwe auk Zambíu sem vilja þetta. Í þessum ríkjum eru 61 prósent afríska fílastofnsins. Tillaga ríkjanna verður rædd á næstu ráðstefnu CITES en það er sáttmáli um viðskipti með villt dýr.

Háar fjárhæðir eru í spilinu og munar sum ríkin um hvern dollar sem þau geta orðið sér úti um. Zimbabwe hefur til dæmis glímt við miklar efnahagsþrengingar og eiga margir íbúanna erfitt með að brauðfæða sig og sína og hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Emmerson Mnangagwa, forseti landsins, segir að hægt sé að fá 600 milljónir dollara fyrir það fílabein og nashyrningabein sem eru nú á lager í landinu. Hann hefur látið hafa eftir sér að það megi velta fyrir sér af hverju það sé rangt að selja þetta og nota ávinninginn til að bæta og varðveita þjóðgarða landsins sem og samfélaganna nærri þeim.

Stjórnvöld í Zimbabwe segja að fílastofninn í landinu hafi næstum tvöfaldast frá 1980 og sé nú orðinn of stór miðað við hvað landið þolir. Nú sé um 30.000 fílum of mikið í landinu, það geti ekki séð þeim fyrir nægri fæðu. Einnig kemur oft til árekstra manna og fíla sem leita að drykkjarvatni. Á síðustu fimm árum er talið að fílar hafi orðið 200 manns að bana í landinu.

Um 400.000 afrískir fílar eru nú í álfunni en fyrir 100 árum voru þeir 12 milljónir. Á sama tíma hefur fólki fjölgað tífalt.

En ekki ríkir eining um þetta í Afríku því 32 ríki vilja bæta í vernd þessara stóru dýra og tryggja að fílar séu á lista yfir dýr í útrýmingarhættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað ökumaðurinn gerði undir stýri

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað ökumaðurinn gerði undir stýri