fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Boris Johnson vill þyngja refsingar fyrir alvarleg afbrot

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 19:00

Boris Johnson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vill þyngja refsingar fyrir alvarleg afbrot á borð við ofbeldi og morð. Kynferðisbrot falla undir þessa flokka. Hann hefur beðið um að farið verði yfir þessi mál og kannað hvort raunhæft sé að þyngja refsingarnar. Johnson segir að traust borgaranna á réttarkerfinu sé háð því að refsingar séu í samræmi við alvarleika afbrotanna.

Í yfirlýsingu frá honum segir að allir hafi séð dæmi um að nauðgarar og morðingjar hafi sloppið alltof fljótt úr fangelsi eða að fólk hafi brotið af sér á nýjan leik um leið og það losnaði úr fangelsi. Nú verði þetta stoppað. Það eigi að handtaka þetta fólk, loka það inni og endurhæfa almennilega.

Johnson hefur á stefnuskrá sinni að efla ýmislegt innanlands, þar á meðal hefur hann heitið að fjölga lögreglumönnum um 20.000. Á sunnudaginn tilkynnti hann að fangelsisplássum verði fjölgað um 10.000 og að lögreglan muni fá auknar heimildir til að stöðva fólk og leita á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?