fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Ríkasta fólk heims býr sig undir verðfall á hlutabréfamörkuðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 07:01

Þetta eru fín laun hjá henni. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær 18 milljónir dollaramilljónamæringa, sem eru til á heimsvísu, hafa um hríð undirbúið sig undir verðfall á hlutabréfamörkuðum. Í fyrsta sinn í mörg ár á þessi hópur meira í reiðufé og öðru handbæru fé en í hlutabréfum. Minni fjárfestar hafa hins vegar ekki dregið jafn mikið úr hlutabréfaeign sinni.

Í hinni árlegri skýrslu World Wealth frá Capgemini kemur fram að þrátt fyrir að hlutabréfavísitölur hafi hækkað á milli ára þá eigi dollaramilljónamæringar heimsins minna af hlutabréfum en áður. Reiðufé og annað, sem telst sem handbært fé, hafi komið í stað hlutabréfaeignar. Milljónamæringarnir séu orðnir meðvitaðri um áhættuna og möguleikann á hugsanlegu verðfalli hlutabréfa og þar með eignarýrnunar.

Meðal þekktra fjárfesta sem hafa farið þessa leið er hinn 88 ára gamla goðsögn Warren Buffett en fjárfestingafélag hans, Berkshire Hathaway, á nú um 120 milljarða dollara í handbæru fé. Buffet, sem þykir hafa mjög gott auga fyrir tækifærum á hlutabréfamarkaði, hefur látið hafa eftir sér að hlutabréfaverð sé nú svo hátt að erfitt sé að finna áhugaverð kauptækifæri.

Í World Wealth skýrslunni kemur fram að hlutabréf séu nú 26 prósent af heildareignum milljónamæringanna en hafi áður verið 31 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt
Pressan
Í gær

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler
Pressan
Fyrir 3 dögum

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins