fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Rýmka vopnalöggjöfina í Texas í kjölfar fjöldamorðsins í El Paso

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 06:00

Skotvopnalöggjöfin í Texas verður rýmkuð á næstunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. september tekur ný vopnalöggjöf gildi í Texas. Þvert á það sem margir kunna að halda þá verður hún ekki hert en margir hafa krafist hertrar löggjafar í kjölfar fjöldamorðsins í El Paso nýlega en þar voru 22 skotnir til bana af hvítum þjóðernissinna. Nú verður löggjöfin rýmkuð og byssueigendum heimilað að bera vopn á skólalóðum og við kirkjur.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Kris Brown, hjá Brady samtökunum, gagnrýni þetta harðlega. Samtökin vinna að því að reyna að draga úr umfangi ofbeldisverka sem eru framin með skotvopnum. Hún segir að í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafi verið reynt að auka öryggi borgaranna eftir fjöldamorð sem þessi.

„Í staðinn fyrir að einblína á að halda vopnum frá hættulegu fólki eða tryggja enn öruggari geymslu vopna þá bregðast stjórnmálamenn í Texas við með því að styðja tillögu frá NRA (sem eru hagsmunasamtök vopnaiðnaðarins, innskot blaðamanns) um að leyfa vopn allsstaðar, óháð áhættunni og fórnarkostnaðinum.“

Sagði hún.

Nýju lögin kveða einnig á um að leigusölum verður óheimilt að banna leigjendum sínum að vera með skotvopn í leiguhúsnæðinu. Einnig verður heimilt að geyma skotvopn í læstum bílum á bílastæðum við skóla.

Lögin voru samþykkt áður en fjöldamorðin í El Paso voru framin þann 3. ágúst og í Dayton í Ohio daginn eftir en þá voru 10 myrtir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt
Pressan
Í gær

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler
Pressan
Fyrir 3 dögum

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins