fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Volkswagen hættir framleiðslu á hybrid-bílum

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílaframleiðendurnir Volkswagen og General Motors hafa ákveðið að hætta framleiðslu á svokölluðum hybrid-bílum, bílum sem ganga bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Þess í stað munu fyrirtækin einblína á bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni.

Í frétt Fox Business kemur fram að allt snúist þetta um að standast strangar kröfur um útblástur bifreiða sem verið er að innleiða um allan heim. Þá telja forsvarsmenn þessara fyrirtækja að peningunum sé betur varið í þróun rafbíla en hybrid-bíla þar sem framtíðin liggi óhjákvæmilega í rafmagninu.

Scott Keogh, stjórnarformaður Volkswagen í Bandaríkjunum, segir að fyrirtækið ætli í þá átt sem markaðurinn stefni.

Önnur fyrirtæki virðast þó ekki eins viss um að framtíðin liggi eingöngu í rafmagninu. Þannig munu Ford og Toyota halda áfram framleiðslu á hybrid-bílum, Ford F-150 og Toyota Prius sem dæmi. Bæði þessi fyrirtæki stefna þó enn að því að framleiða einnig rafbíla í bland við hybrid-bíla, enda komast þeir lengra en bílar sem eingöngu er knúnir rafmagni.

Volkswagen hyggst setja rafknúinn borgarjeppa á Bandaríkjamarkað á næsta ári og þá er General Motors með tuttugu rafbíla á teikniborðinu sem stefnt er að því að framleiða og markaðssetja á næstu fjórum árum. Þetta eru bæði Chevrolet og Cadillac-bifreiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt
Pressan
Í gær

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler
Pressan
Fyrir 3 dögum

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins