fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Beraði sig fyrir hlaupandi konu – Það voru stór mistök

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 06:00

Hann hefði betur sleppt þessu. Mynd:Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma að morgni í lok júlí var Aia Polansky, 33 ára, úti að skokka í Cambridge í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hún var að koma sér í gang fyrir daginn en klukkan var rétt rúmlega sjö. Skyndilega stökk karlmaður fram, þegar hún var að skokka meðfram Charles River og Memorial Drive og hlustaði á hljóðbók eins og hún gerir venjulega. Maðurinn hljóp á móti henni og beraði kynfæri sín.

Aia hélt í fyrstu að henni hefði missýnst en maðurinn kom nær og þá var hún ekki lengur í neinum vafa. En maðurinn vissi ekki mikið um Aia og hefði væntanlega sleppt þessu ef hann hefði vitað meira um hana. Það sem hann vissi ekki er að hún var áður liðsmaður ísraelska hersins og er þrautþjálfuð og hafði ekki í hyggju að láta manninn sleppa frá þessu.

„Þetta var ekki happadagurinn hans. Ég ákvað að „láta þetta ekki gerast“ og hljóp á eftir honum. Ég öskraði á hann að ég myndi ná honum: „Ég næ þér elskan!“

Öskraði hún að sögn. Og hún stóð við þetta því hún elti hann og náði og lagði í jörðina. Þar hélt hún honum föstum í nokkrar mínútur og reyndi að hrópa á aðstoð vegfarenda í nágrenninu til að þeir myndu hringja í lögregluna. En enginn stoppaði til að aðstoða hana og á endanum neyddist hún til að losa takið á manninum til að hringja í lögregluna og þá tókst honum að flýja.

Í samtali við CBS sagðist hún hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með viðbrögð eða öllu heldur viðbragðsleysi vegfarenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt
Pressan
Í gær

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler
Pressan
Fyrir 3 dögum

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins