fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Fíkniefni streyma yfir Kyrrahafið – Mikið magn kókaíns rak á land

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 17:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyrrahafið er nú orðið að mikilvægri flutningsleið fíkniefna frá Suður-Ameríku. Það er farið að gerast æ oftar að pakkar með fíkniefnum reki á land hér og þar. Í síðustu viku rak 19 slíka pakka á land nærri Bethells Beach nærri Auckland á Nýja-Sjálandi.

The Guardian segir að lögreglan hafi verið kvödd á vettvang og hafi fundið kókaín að verðmæti sem nemur um 230 milljóna íslenskra króna. Blaðið segir að á undanförnum árum hafi orðið mikil aukning á fíkniefnasmygli yfir Kyrrahafið en áfangastaðirnir eru oftast Ástralía og Nýja-Sjáland. Blaðið segir að á þessari nýju „kókaín-hraðbraut“ endi kókaínpakkar oft í sjónum og hafa margoft orðið stórir strandrekar af efninum á Fíjí-eyjum.

Það er ekki að ástæðulausu að suður-amerísku eiturlyfjahringirnir beina sjónum sínum að Ástralíu og Nýja-Sjálandi því hvernig í heiminum er meiri kókaínneysla á mann að meðaltali og hátt verð fæst fyrir efnin. The Guardian segir að söluverðið á kókaíni sé um 35 sinnum hærra á Nýja-Sjálandi en innkaupsverð þess.

Stundum er efnunum smyglað í gegnum ríki í Kyrrahafinu, til dæmis Fíjí. Í öðrum tilfellum er þeim komið fyrir í netum úti á sjó og koma síðan móttakendurnir siglandi og taka efnin úr netunum og ferja þau í land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Í gær

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Í gær

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?