fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Greindi frá andláti Epstein 38 mínútum áður: „Ekki spyrja hvernig ég veit það“

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dauði bandaríska milljarðamæringsins Jeffrey Epstein er sveipaður dulúð og hún varð engu minni þegar í ljós kom að dauði hans var fyrst opinberaður á spjallborði vefsíðunnar 4chan.

Aaron Katersky, blaðamaður ABC News, var fyrsti fjölmiðlamaðurinn til að segja frá andláti Epstein á Twitter klukkan 8.54 að morgni laugardags. Klukkan 8.16 birtist hins vegar nafnlaus færsla á vef 4chan þar sem finna mátti býsna ítarlegar upplýsingar um málið.

„Ekki spyrja hvernig ég veit það, en Jeffrey Epstein dó fyrir klukkutíma,“ stóð í færslunni. Aðrir notendur efuðust um sannleiksgildi þessara upplýsinga en umræddur notandi veitti þá frekari upplýsingar. Til dæmis þær að Epstein hefði hengt sig í fangaklefa sínum og endurlífgunartilraunir hefðu staðið yfir í 60 mínútur.

Í frétt BuzzFeed, sem fjallar um þetta, kemur fram að slökkviliðið í New York, sem sér um sjúkraflutninga, hafi rannsakað hvort einhver þeirra sjúkraflutningamanna sem kom að málinu hafi lekið því á netið. Rannsóknin leiddi í ljós að svo var ekki. Ekki liggur fyrir hver hafði þessar upplýsingar og lak þeim á netið.

Sjá einnig:

Þrír reknir vegna dauða Epstein

Síðustu klukkustundirnar í lífi Jeffrey Epstein

Mikil dulúð í kringum dauða Jeffrey Epstein – Átti valdamikla vini sem sumir óttuðust hann

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt
Pressan
Í gær

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler
Pressan
Fyrir 3 dögum

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins