fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Leyfði hundunum þremur að synda í vatni – Skömmu síðar voru þeir allir dauðir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 18:00

HUndarnir. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudagskvöldið leyfðu Melissa Martin og Denise Mintz hundunum sínum þremur að synda í stöðuvatni. Á miðnætti voru allir þrír hundarnir dauðir. CNN skýrir frá þessu.

Sundferðin átti sér stað í Wilmington í Norður Karólínu, þegar um fimmtán mínútur voru liðnar frá sundferðinni fékk einn hundanna krampakast. Melissa Martin var fljót til og fór með hundana til dýralæknis. Við komuna til dýralæknisins fékk annar hundur krampakast.

Stuttu síðar fékk þriðji hundurinn krampakast og sýndi merki þess að lifrin væri að gefa sig. Nokkrum klukkustundum síðar, um miðnætti, voru allir hundarnir dauðir.

Samkvæmt dýralækninum voru það eitraðir, blágrænir þörungar í vatninu sem orsökuðu dauða hundanna.

Eftir dauða hundanna skrifaði Melissa Martin færslu á Facebook sem hefur verið deilt um 20.000 sinnum. Í færslunni segir hún frá því að þau muni nú vinna að því að sett verði upp aðvörunarskilti, alls staðar þar sem þessir þörungar finnast.

Melissa sagði dýralækninum að hún hefði ekki séð neina þörunga í vatninu, en vinsæll stígur liggur meðfram því. Dýralæknirinn útskýrði fyrir henni að það sem leit út eins og blóm í vatninu hafi í raun verið blómstrandi bláþörungar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna

Íslenskt þang á að bjarga þjóðarrétti Bandaríkjamanna
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu

Hélt að hún væri með nýrnasteinskast – Fór á sjúkrahús og trúði varla því sem læknarnir sögðu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út

Björn datt á lögreglubíl sem valt og eldur braust út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn

Einn þekktasti svindlari íþróttasögunnar er látinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn

Var nýkvæntur og á leið í brúðkaupsferð þegar hann var drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað ökumaðurinn gerði undir stýri

Trúði ekki eigin augum þegar hann sá hvað ökumaðurinn gerði undir stýri