fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Pressan

Leyfði hundunum þremur að synda í vatni – Skömmu síðar voru þeir allir dauðir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 18:00

HUndarnir. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudagskvöldið leyfðu Melissa Martin og Denise Mintz hundunum sínum þremur að synda í stöðuvatni. Á miðnætti voru allir þrír hundarnir dauðir. CNN skýrir frá þessu.

Sundferðin átti sér stað í Wilmington í Norður Karólínu, þegar um fimmtán mínútur voru liðnar frá sundferðinni fékk einn hundanna krampakast. Melissa Martin var fljót til og fór með hundana til dýralæknis. Við komuna til dýralæknisins fékk annar hundur krampakast.

Stuttu síðar fékk þriðji hundurinn krampakast og sýndi merki þess að lifrin væri að gefa sig. Nokkrum klukkustundum síðar, um miðnætti, voru allir hundarnir dauðir.

Samkvæmt dýralækninum voru það eitraðir, blágrænir þörungar í vatninu sem orsökuðu dauða hundanna.

Eftir dauða hundanna skrifaði Melissa Martin færslu á Facebook sem hefur verið deilt um 20.000 sinnum. Í færslunni segir hún frá því að þau muni nú vinna að því að sett verði upp aðvörunarskilti, alls staðar þar sem þessir þörungar finnast.

Melissa sagði dýralækninum að hún hefði ekki séð neina þörunga í vatninu, en vinsæll stígur liggur meðfram því. Dýralæknirinn útskýrði fyrir henni að það sem leit út eins og blóm í vatninu hafi í raun verið blómstrandi bláþörungar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Í gær

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?