fbpx
Þriðjudagur 20.ágúst 2019  |
Pressan

Þessi kona er grunuð um hrinu mjög óvenjulegra glæpa

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglyfirvöld í Texas hafa biðlað til almennings um aðstoð við að hafa upp á konu sem stundar nokkuð óvenjulega glæpi. Konan, sem sést á meðfylgjandi mynd, er grunuð um að stunda það að mæta óboðin í brúðkaupsveislur og stela gjöfum brúðhjónanna.

Svo virðist vera sem um vandlega skipulagðan þjófnað sé að ræða því hún mætir snyrtilega klædd, gefur sig á tal við aðra gesti í brúðkaupunum en lætur svo til skarar skríða þegar gestir setjast til borðs.

Konan er sögð stunda það að stela aðallega umslögum, en í þeim er oft að finna gjafakort eða peningagjafir. Að því er Scott Frakes, rannsóknarlögreglumaður sem fer með rannsókn málsins hjá lögreglunni í Comal-sýslu, segir er konan grunuð um að hafa mætt óboðin í minnst sex brúðkaupsveislur síðan í nóvember síðastliðnum.

Lögregla hefur hvatt fólk til að vera á varðbergi vegna konunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?

Harmleikur í ferðamannaparadísinni – Hvað gerðist í herbergi 49?
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt

Neyðarástandi lýst yfir vegna sveppasýkinga í banönum – Getur gert út af við þennan vinsæla ávöxt
Pressan
Í gær

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við

„Hollywood Ripperinn“ dæmdur fyrir tvö morð – Myrti stúlku sem Ashton Kutscher ætlaði á stefnumót við
Pressan
Í gær

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju

Hvíta húsið vill að samfélagsmiðlar berjist gegn öfgahyggju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu

Einstakur bíll á uppboði – Var geymdur í hlöðu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler

Aldrei oftar brotinn símaskjár eða framrúða – Hafa fundið upp ofurgler
Pressan
Fyrir 3 dögum

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins

New York Times segir Svíþjóð vera orðið að „hræðsludæmi“ fyrir hægripopúlista heimsins