fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Óhugnanleg sjálfsvígstíðni meðal franskra lögreglumanna – Stjórnvöld ráðþrota

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 19:00

Franskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega sviptu þrír franskir lögreglumenn sig lífi. Þetta voru óeirðarlögreglumaður, yfirmaður og kennari í lögregluskóla. Auk þeirra tóku fimm lögreglumenn til viðbótar líf sitt nýlega. Það sem af er ári hafa 64 lögreglumenn tekið líf sitt og talan hækkar sífellt.

Fleiri lögreglumenn falla fyrir eigin hendi en við skyldustörf en stjórnvöld virðast standa ráðþrota frammi fyrir vandanum. Stéttarfélög lögreglumenn segja að lögreglumenn þurfi meiri stuðning og vernd og þeir krefjast aðgerða til að hægt sé að leysa þetta vandamál.

Þeir sem hafa tekið líf sín eru á öllum aldri og allsstaðar að úr landinu, margir þeirra með lítil börn. Franska þingið lét nýlega gera rannsókn á ástæðum þess álags og örvæntingar sem hrjáir marga franska lögreglumenn. Meðal niðurstaðna var að mikil yfirvinna í kjölfar hryðjuverkaárása, sem hófust í janúar 2015, og vikuleg og oft ofbeldisfull mótmæli gegn stjórnvöldum frá því í nóvember eigi hér stóran hlut að máli ásamt fleiri þáttum.

Denis Jacob, formaður CFDT sem er stéttarfélag lögreglumanna, segir að eins og staðan sé í dag stefni í að árið í ár verði það versta hvað varðar sjálfsvíg lögreglumann í 30 ár.

Í skýrslu, sem var lögð fyrir franski þingið á síðasta ári, kom fram að sjálfsvígstíðnin meðal lögreglumanna væri 36% hærri en sjálfsvígstíðni meðal annarra þjóðfélagshópa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig